Deutsche Bank reynir að semja við ítalska saksóknara 22. apríl 2013 13:33 Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura. Í frétt á Reuters segir að tengsl Deutsche Bank við þetta hneykslismál megi rekja aftur til ársins 2008 þegar Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við þýska bankann sem kallaðir voru „Santorini“. Ítalski bankinn tapaði gífurlegum upphæðum á þessum afleiðusamningum sem og tveimur öðrum slíkum sem gerðir voru í framhaldinu við aðra banka. Monte dei Paschi reyndi síðan að fela tapið í bókhaldi sínu með kolólöglegum aðferðum. Eins og fram hefur komið í fréttum lögðu saksóknarnir hald á upphæð hjá útibúi Nomura á Ítalíu sem nam nærri 2 milljörðum evra eða um 300 milljörðum króna. Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við Nomura sem kallaðir voru „Alexandria“ og tapaði miklu á þeim. Nomura bankinn er grunaður um að hafa aðstoðað Monte dei Paschi við að leyna tapinu af Alexandria. Ekki er vitað hvort niðurstaða hafi náðst á fundinum í morgun og Reuters segir að talsmaður Deutsche Bank hafi neitað að tjá sig um málið. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura. Í frétt á Reuters segir að tengsl Deutsche Bank við þetta hneykslismál megi rekja aftur til ársins 2008 þegar Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við þýska bankann sem kallaðir voru „Santorini“. Ítalski bankinn tapaði gífurlegum upphæðum á þessum afleiðusamningum sem og tveimur öðrum slíkum sem gerðir voru í framhaldinu við aðra banka. Monte dei Paschi reyndi síðan að fela tapið í bókhaldi sínu með kolólöglegum aðferðum. Eins og fram hefur komið í fréttum lögðu saksóknarnir hald á upphæð hjá útibúi Nomura á Ítalíu sem nam nærri 2 milljörðum evra eða um 300 milljörðum króna. Monte dei Paschi gerði afleiðusamninga við Nomura sem kallaðir voru „Alexandria“ og tapaði miklu á þeim. Nomura bankinn er grunaður um að hafa aðstoðað Monte dei Paschi við að leyna tapinu af Alexandria. Ekki er vitað hvort niðurstaða hafi náðst á fundinum í morgun og Reuters segir að talsmaður Deutsche Bank hafi neitað að tjá sig um málið.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira