Húsnæðisverð lækkar töluvert á evrusvæðinu 22. apríl 2013 11:52 Húsnæðisverð lækkaði á evrusvæðinu á fjórða fjórðungi í fyrra um 1,8% frá sama ársfjórðungi árinu áður. Af þeim 13 evruríkjum þar sem tölur um húsnæðisverðsþróun er tiltæk lækkaði verð í átta þeirra á þessum tíma. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að verð lækkaði mest á Spáni en þar fór húsnæðisverð niður um 12,8% á tímabilinu. Þar næst koma Slóvenía, Holland og Portúgal með 8,8%, 6,1% og 6,0% lækkun. Tölur fyrir Grikkland vantar hins vegar inn í samanburðinn. Af þeim fáu löndum innan evrusvæðisins þar sem verð hækkaði var hækkunin mest í Eistlandi, eða um 5,8%, og á Möltu um 5,4%. Kemur þetta fram í gögnum sem hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti fyrir skömmu. Eftir að fjármálakreppan skall á árið 2008 lækkaði húsnæðisverð talsvert á evrusvæðinu og náði botni á árinu 2009. Hækkaði það síðan nokkuð samhliða uppsveiflu á svæðinu fram á fyrri hluta árs 2011. Síðan þá hefur það verið að lækka og er nú orðið lægra en það fór lægst á árinu 2009. Hefur verðið ekki verið lægra síðan á seinni hluta árs 2006. Lækkun húsnæðisverðs á svæðinu frá árinu 2009 hefur hangið saman við samdrátt á svæðinu sem var 0,9% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og hefur verðlækkunin innan svæðisins verið mest í þeim löndum þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Þannig var 1,9% samdráttur á Spáni á fjórða fjórðungi í fyrra, 2,8% samdráttur í Slóveníu, 0,9% samdráttur í Hollandi og 3,8% samdráttur í Portúgal. Þá var 6,0% samdráttur í Grikklandi á sama tíma. Hér á landi hefur verð íbúðarhúsnæðis þróast með nokkuð öðrum hætti en á evrusvæðinu. Verð íbúðarhúsnæðis náði botni seinna hér en á evrusvæðinu eftir að fjármálakreppan skall á, eða á árinu 2010. Verðið hefur síðan verið að hækka þó svo að nokkuð hafi dregið úr hækkunartaktinum undanfarið. Húsnæðisverðið hefur þannig fylgt hagsveiflunni hér á landi sem hefur verið nokkuð hagfelldari undanfarið en á evrusvæðinu. Á fjórða fjórðungi í fyrra, þegar hagvöxtur mældist hér á landi 1,5%, hækkaði húsnæðisverð um 4,7% hér á landi frá sama ársfjórðungi árinu áður en lækkaði um 1,8% á evrusvæðinu líkt og áður sagði. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Húsnæðisverð lækkaði á evrusvæðinu á fjórða fjórðungi í fyrra um 1,8% frá sama ársfjórðungi árinu áður. Af þeim 13 evruríkjum þar sem tölur um húsnæðisverðsþróun er tiltæk lækkaði verð í átta þeirra á þessum tíma. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að verð lækkaði mest á Spáni en þar fór húsnæðisverð niður um 12,8% á tímabilinu. Þar næst koma Slóvenía, Holland og Portúgal með 8,8%, 6,1% og 6,0% lækkun. Tölur fyrir Grikkland vantar hins vegar inn í samanburðinn. Af þeim fáu löndum innan evrusvæðisins þar sem verð hækkaði var hækkunin mest í Eistlandi, eða um 5,8%, og á Möltu um 5,4%. Kemur þetta fram í gögnum sem hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti fyrir skömmu. Eftir að fjármálakreppan skall á árið 2008 lækkaði húsnæðisverð talsvert á evrusvæðinu og náði botni á árinu 2009. Hækkaði það síðan nokkuð samhliða uppsveiflu á svæðinu fram á fyrri hluta árs 2011. Síðan þá hefur það verið að lækka og er nú orðið lægra en það fór lægst á árinu 2009. Hefur verðið ekki verið lægra síðan á seinni hluta árs 2006. Lækkun húsnæðisverðs á svæðinu frá árinu 2009 hefur hangið saman við samdrátt á svæðinu sem var 0,9% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og hefur verðlækkunin innan svæðisins verið mest í þeim löndum þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Þannig var 1,9% samdráttur á Spáni á fjórða fjórðungi í fyrra, 2,8% samdráttur í Slóveníu, 0,9% samdráttur í Hollandi og 3,8% samdráttur í Portúgal. Þá var 6,0% samdráttur í Grikklandi á sama tíma. Hér á landi hefur verð íbúðarhúsnæðis þróast með nokkuð öðrum hætti en á evrusvæðinu. Verð íbúðarhúsnæðis náði botni seinna hér en á evrusvæðinu eftir að fjármálakreppan skall á, eða á árinu 2010. Verðið hefur síðan verið að hækka þó svo að nokkuð hafi dregið úr hækkunartaktinum undanfarið. Húsnæðisverðið hefur þannig fylgt hagsveiflunni hér á landi sem hefur verið nokkuð hagfelldari undanfarið en á evrusvæðinu. Á fjórða fjórðungi í fyrra, þegar hagvöxtur mældist hér á landi 1,5%, hækkaði húsnæðisverð um 4,7% hér á landi frá sama ársfjórðungi árinu áður en lækkaði um 1,8% á evrusvæðinu líkt og áður sagði.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira