Geta útrýmt íþróttum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2013 10:00 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Alexander Petersson eru glæsilegir fulltrúar íslensks handbolta. Mynd/ÍSÍ Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, telur að hagræðing úrslita í tengslum við ólöglega veðmálastarfsemi geti útrýmt íþróttum eins og við þekkjum þær í dag. Þetta kom fram í ávarpi Ólafs á 71. íþróttaþingi ÍSÍ í gær. Hann segir að ógnin sem felist í hagræðingu úrslita muni kalla á meiri úrræði á komandi árum. „Getur sú ógn – með tilkomu skipulegrar glæpastarfsemi – útrýmt íþróttum eins og við þekkjum þær í dag á tiltölulega skömmum tíma. Áhorfendur munu ekki mæta á kappleiki ef úrslit eru fyrirfram ákveðin, foreldrar munu ekki senda börn sín í íþróttir, stuðningsaðilar munu leita annað og samfélagslegur ávinningur af íþróttastarfsemi mun minnka,“ segir Ólafur. Gegn þessu þurfi að berjast. Ólafur kom víða við í ræðu sinni. Gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að veita ekki nógu miklu fé í íþróttahreyfinguna og benti á það mikla sjálfboðaliðastarf sem fram fer í íslensku íþróttalífi. Þá minntist Ólafur á að skylda væri fyrir íþróttahreyfinguna að gæta þess að kröfur um íþróttamannvirki séu byggð á skynsömum hagkvæmnissjónarmiðum. Að notagildi ráði för umfram útlitshönnun og íburð. „Gæta skal að hagkvæmni með samnýtingu yfir landamæri sveitarfélaga þar sem það er skynsamlegt – og að ekki sé ráðist í óhagkvæmar framkvæmdir á grundvelli „það er komið að mér“ reglunnar einnar saman,“ sagði Ólafur.Ræðu Ólafs í heild sinni má lesa hér. Íþróttir Tengdar fréttir Albert, Jóhannes og Sigurjón í Heiðurshöll ÍSÍ Albert Guðmundsson knattspyrnukappi og glímukapparnir Sigurjón Pétursson og Jóhannes Jósepsson voru í dag teknir inn í Heiðurshöll Íþróttasambands Íslands. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram á Hótel Reykjavík Natura um helgina. 20. apríl 2013 13:39 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, telur að hagræðing úrslita í tengslum við ólöglega veðmálastarfsemi geti útrýmt íþróttum eins og við þekkjum þær í dag. Þetta kom fram í ávarpi Ólafs á 71. íþróttaþingi ÍSÍ í gær. Hann segir að ógnin sem felist í hagræðingu úrslita muni kalla á meiri úrræði á komandi árum. „Getur sú ógn – með tilkomu skipulegrar glæpastarfsemi – útrýmt íþróttum eins og við þekkjum þær í dag á tiltölulega skömmum tíma. Áhorfendur munu ekki mæta á kappleiki ef úrslit eru fyrirfram ákveðin, foreldrar munu ekki senda börn sín í íþróttir, stuðningsaðilar munu leita annað og samfélagslegur ávinningur af íþróttastarfsemi mun minnka,“ segir Ólafur. Gegn þessu þurfi að berjast. Ólafur kom víða við í ræðu sinni. Gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að veita ekki nógu miklu fé í íþróttahreyfinguna og benti á það mikla sjálfboðaliðastarf sem fram fer í íslensku íþróttalífi. Þá minntist Ólafur á að skylda væri fyrir íþróttahreyfinguna að gæta þess að kröfur um íþróttamannvirki séu byggð á skynsömum hagkvæmnissjónarmiðum. Að notagildi ráði för umfram útlitshönnun og íburð. „Gæta skal að hagkvæmni með samnýtingu yfir landamæri sveitarfélaga þar sem það er skynsamlegt – og að ekki sé ráðist í óhagkvæmar framkvæmdir á grundvelli „það er komið að mér“ reglunnar einnar saman,“ sagði Ólafur.Ræðu Ólafs í heild sinni má lesa hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Albert, Jóhannes og Sigurjón í Heiðurshöll ÍSÍ Albert Guðmundsson knattspyrnukappi og glímukapparnir Sigurjón Pétursson og Jóhannes Jósepsson voru í dag teknir inn í Heiðurshöll Íþróttasambands Íslands. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram á Hótel Reykjavík Natura um helgina. 20. apríl 2013 13:39 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Albert, Jóhannes og Sigurjón í Heiðurshöll ÍSÍ Albert Guðmundsson knattspyrnukappi og glímukapparnir Sigurjón Pétursson og Jóhannes Jósepsson voru í dag teknir inn í Heiðurshöll Íþróttasambands Íslands. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram á Hótel Reykjavík Natura um helgina. 20. apríl 2013 13:39