Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd
Real þurfti að vinna upp þriggja marka forystu og komst skuggalega nálægt því. Liðið skoraði tvö mörk á sex mínútum undir lokin og vantaði því aðeins eitt mark upp á. Markið kom aldrei og Real Madrid féll úr keppni í undanúrslitum þriðja árið í röð.
Dauðafærin komu á færibandi í leiknum og fögnuður leikmanna Dortmund var skiljanlega mikill í leikslok. Liðið hefur ekki komist í úrslitaleikinn síðan liðið lagði Juventus í úrslitum árið 1997.
Farið var yfir dramatíkina frá A til Ö í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld.
Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Tengdar fréttir

Læsti sig inni á klósetti
Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld.

Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd
Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld.

Tapaðist í fyrri leiknum
Cristiano Ronaldo náði sér engan veginn á strik í 2-0 sigri Real Madrid gegn Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn dugði ekki þar sem Dortmund vann fyrri leikinn 4-1.

Dramatík í lokin en Dortmund fór í úrslit
Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld.

Vil vera þar sem ég er elskaður
Jose Mourinho gaf sterklega í skyn á blaðamannafundi eftir leik Real Madrid og Dortmund í kvöld að hann væri á förum frá félaginu.