Skúli Freyr féll á lyfjaprófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2013 09:53 Skúli Freyr Sigurðsson Mynd/IA.is Keilukappinn Skúli Freyr Sigurðsson segir allt benda til þess að drykkur blandaður af nákomnum aðila hafi orðið til þess að hann féll á lyfjaprófi þann 5. febrúar síðastliðinn. Skúli hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann tíðindin hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu þar sem hann hefði ekki, að sér vitandi, neytt efna sem væru á bannlista hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér boostið og bætt út í D-bol sterum," segir í yfirlýsingu Skúla sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Skúli Freyr segir sig og fjölskyldu sína hafa lifað fyrir keiluíþróttina undanfarin ár. Hann verður ekki með íslenska landsliðinu við keppni í Las Vegas í ágúst þar sem hann er í sex mánaða keppnisbanni. „Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn," segir Skúli ennfremur. Yfirlýsingin í heild sinniÉg undirritaður féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir úrslitaleik Íslandsmeistaramóts í keilu sem fram fór þann 5. febrúar 2013. Þessi niðurstaða kom mér algjörlega í opna skjöldu þar sem ég taldi að ég hefði ekki neytt efna sem eru á bannlista hjá ÍSÍ þar sem það gæti einungis skaðað feril minn. Undanfarin ár hef ég og öll mín fjölskylda lifað fyrir keiluna. Ég hef lagt mig allann fram til að komast í raðir þeirra bestu og síðan hef ég reynt að miðla af þekkingu minni til yngri keiluspilara með þjálfun. Í niðurstöðu lyfjaprófsins kom fram að það hafi fundist örlítið eða 28ng/ml af Methandienone niðurbrotsefni, sem tilheyrir vissri sterategund. Viðkomandi efni getur á engan hátt styrkt mig í keppni í keilu. Eftir þessa niðurstöðu hef ég reynt að grafa allt upp til að reyna að átta mig á hvernig þetta efni hefur komist í líkama minn. Ég hef fengið lyfjafræðinga til að greina lyf sem ég hef tekið, kannað hjá lækni hvort mér hafi verið gefið eitthvað þegar ég fór í aðgerð á hnéi fyrir stuttu, allt án árangurs. Á meðan málið var til meðferðar hjá Dómtól ÍSÍ reyndi ég hvað ég gat að upplýsa alla aðila um málið, þ.e. hvernig efnið kynni að hafa komið í líkamann. Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér booztið og bætt út í D-bol sterum. Með þessum orðum langar mig að benda öllum þeim á, sem stunda keppnisíþróttir að passa ykkur á því sem þið neytið og/eða eruð að þiggja frá öðrum. Þar sem það er aldrei 100% öruggt að ekkert efni leynist í því af lyfjabannlista hjá ÍSÍ, sem þegið er. Þá hef ég komist að því hversu skýr ábyrgð íþróttamannanna sjálfra er á því hvers þeir neyta. Ég var dæmdur í 6 mánaða keppnisbann sem útilokar mig m.a. frá þátttöku karlalandsliðsins í keilu sem fram fer í ágúst n.k. í Las Vegas. Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn. Virðingarfyllst, Skúli Freyr Sigurðsson Íþróttir Tengdar fréttir Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sjá meira
Keilukappinn Skúli Freyr Sigurðsson segir allt benda til þess að drykkur blandaður af nákomnum aðila hafi orðið til þess að hann féll á lyfjaprófi þann 5. febrúar síðastliðinn. Skúli hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir hann tíðindin hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu þar sem hann hefði ekki, að sér vitandi, neytt efna sem væru á bannlista hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér boostið og bætt út í D-bol sterum," segir í yfirlýsingu Skúla sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Skúli Freyr segir sig og fjölskyldu sína hafa lifað fyrir keiluíþróttina undanfarin ár. Hann verður ekki með íslenska landsliðinu við keppni í Las Vegas í ágúst þar sem hann er í sex mánaða keppnisbanni. „Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn," segir Skúli ennfremur. Yfirlýsingin í heild sinniÉg undirritaður féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir úrslitaleik Íslandsmeistaramóts í keilu sem fram fór þann 5. febrúar 2013. Þessi niðurstaða kom mér algjörlega í opna skjöldu þar sem ég taldi að ég hefði ekki neytt efna sem eru á bannlista hjá ÍSÍ þar sem það gæti einungis skaðað feril minn. Undanfarin ár hef ég og öll mín fjölskylda lifað fyrir keiluna. Ég hef lagt mig allann fram til að komast í raðir þeirra bestu og síðan hef ég reynt að miðla af þekkingu minni til yngri keiluspilara með þjálfun. Í niðurstöðu lyfjaprófsins kom fram að það hafi fundist örlítið eða 28ng/ml af Methandienone niðurbrotsefni, sem tilheyrir vissri sterategund. Viðkomandi efni getur á engan hátt styrkt mig í keppni í keilu. Eftir þessa niðurstöðu hef ég reynt að grafa allt upp til að reyna að átta mig á hvernig þetta efni hefur komist í líkama minn. Ég hef fengið lyfjafræðinga til að greina lyf sem ég hef tekið, kannað hjá lækni hvort mér hafi verið gefið eitthvað þegar ég fór í aðgerð á hnéi fyrir stuttu, allt án árangurs. Á meðan málið var til meðferðar hjá Dómtól ÍSÍ reyndi ég hvað ég gat að upplýsa alla aðila um málið, þ.e. hvernig efnið kynni að hafa komið í líkamann. Allt bendir til þess að ég hafi innbyrt efnið eftir að hafa þegið prótín boost hjá nákomnum aðila, sem hafði sjálfur blandað sér booztið og bætt út í D-bol sterum. Með þessum orðum langar mig að benda öllum þeim á, sem stunda keppnisíþróttir að passa ykkur á því sem þið neytið og/eða eruð að þiggja frá öðrum. Þar sem það er aldrei 100% öruggt að ekkert efni leynist í því af lyfjabannlista hjá ÍSÍ, sem þegið er. Þá hef ég komist að því hversu skýr ábyrgð íþróttamannanna sjálfra er á því hvers þeir neyta. Ég var dæmdur í 6 mánaða keppnisbann sem útilokar mig m.a. frá þátttöku karlalandsliðsins í keilu sem fram fer í ágúst n.k. í Las Vegas. Ég harma athugunarleysi mitt í tengslum við þetta sorglega mál sem því miður hefur skaðað minn íþróttaferil. Ég hef lært af mistökum mínum og vona að þetta verði víti til varnaðar fyrir aðra íþróttamenn. Virðingarfyllst, Skúli Freyr Sigurðsson
Íþróttir Tengdar fréttir Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sjá meira
Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. 15. apríl 2013 22:01
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn