Ofþjálfun barna í íþróttum áhyggjuefni Helga Arnardóttir skrifar 6. maí 2013 10:02 Faðir og knattspyrnuþjálfari hefur áhyggjur af því að ungmenni í íþróttum æfi of mikið í viku hverri sem geti valdið ofþreytu, langvarandi meiðslum, og áhugaleysi. Hann segir lítinn mun vera á vikulegum fjölda æfingatíma íslenskra unglinga, sem stundi tvær íþróttagreinar, og atvinnumanns í handbolta erlendis. Ásgeir Ólafsson starfar sem knattspyrnuþjálfari ungmenna á aldrinum 12-17 ára og er einnig faðir barna í íþróttum. Hann ritaði grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni eru börnin okkar að æfa of mikið? Ásgeir segir börn og unglinga oft undir of miklu líkamlegu álagi í íþróttum og fái ekki næga hvíld. Sérstaklega þau ungmenni sem stundi fleiri en eina íþrótt í viku. „Sem dæmi þá er góður vinur minn atvinnumaður í handknattleik erlendis. Hann æfir allt að sextán til sautján klukkutíma í viku og sonur minn er að æfa tólf klukkutíma í viku þrettán ára gamall." Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að ungmenni hreyfi sig minna nú en áður þá segir Ásgeir ofþjálfun hafa alvarlegar afleiðingar. Íþróttaiðkun sé klárlega af hinu góða en við of mikið álag gætu börn fundið til langvarandi meiðsla, ofþreytu og áhugaleysis. Hann segir að íþróttafélögin megi líta sér nær varðandi tímasetningar æfinga og leikja um helgar. En ábyrgðin sé fyrst og fremst foreldranna. „Ég beini þessu fyrst og fremst til okkar foreldra. Við þekkjum börnin okkar alltaf best og við eigum auðvitað að leyfa börnunum að taka frí ef þau eru þreytt."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sjá meira
Faðir og knattspyrnuþjálfari hefur áhyggjur af því að ungmenni í íþróttum æfi of mikið í viku hverri sem geti valdið ofþreytu, langvarandi meiðslum, og áhugaleysi. Hann segir lítinn mun vera á vikulegum fjölda æfingatíma íslenskra unglinga, sem stundi tvær íþróttagreinar, og atvinnumanns í handbolta erlendis. Ásgeir Ólafsson starfar sem knattspyrnuþjálfari ungmenna á aldrinum 12-17 ára og er einnig faðir barna í íþróttum. Hann ritaði grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni eru börnin okkar að æfa of mikið? Ásgeir segir börn og unglinga oft undir of miklu líkamlegu álagi í íþróttum og fái ekki næga hvíld. Sérstaklega þau ungmenni sem stundi fleiri en eina íþrótt í viku. „Sem dæmi þá er góður vinur minn atvinnumaður í handknattleik erlendis. Hann æfir allt að sextán til sautján klukkutíma í viku og sonur minn er að æfa tólf klukkutíma í viku þrettán ára gamall." Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að ungmenni hreyfi sig minna nú en áður þá segir Ásgeir ofþjálfun hafa alvarlegar afleiðingar. Íþróttaiðkun sé klárlega af hinu góða en við of mikið álag gætu börn fundið til langvarandi meiðsla, ofþreytu og áhugaleysis. Hann segir að íþróttafélögin megi líta sér nær varðandi tímasetningar æfinga og leikja um helgar. En ábyrgðin sé fyrst og fremst foreldranna. „Ég beini þessu fyrst og fremst til okkar foreldra. Við þekkjum börnin okkar alltaf best og við eigum auðvitað að leyfa börnunum að taka frí ef þau eru þreytt."Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn