ÍR-TT og ÍR-KLS eru Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna og karla í keilu. Bæði lið unnu titilinn annað árið í röð.
Kvennalið ÍR-TT vann titilinn í þriðja sinn en konurnar urðu Íslandsmeistarar 2010 og 2012. Karlalið ÍR-KLS vann hins vegar titilinn í áttunda sinn.
Kvennaliðin KFR-Valkyrjur og ÍR-TT eigast einnig við í úrslitum Bikarkeppni liða í keilu 2013 sem fara fram í Keiluhöllinni í Egilshöll laugardaginn 4. maí kl. 12:00.
Lið ÍR-TT á þar einnig titil að verja og getur unnið titilinn í þriðja sinn. KFR-Valkyrjur unnu titilinn fimm ár í röð frá 2004-2009. Á sama tíma keppir ÍR-KLS við lið ÍA-W í karlaflokki. ÍR-KLS hefur unnið titilinn síðustu þrjú árin og átta sinnum alls, en ÍA hefur aldrei unnið þennan titil.
Lið ÍR-TT spilaði með rauðar reimar í leiknum til styrktar verkefninu „Reimum okkar besta" hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Umfjöllun um úrslitaleikinaÞriðja og síðasta viðureignin í úrslitunum á Íslandsmóti liða í keilu fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 30. apríl. Kvennalið ÍR-TT vann deildarmeistarana KFR-Valkyrjur í síðustu viðureigninni með 14 stigum á móti 6 og vann því samtals í úrslitunum með 39 stigum á móti 21 hjá KFR-Valkyrjum. Fyrstu tvær viðureignirnar fóru 12 – 8 og 13 – 7 fyrir ÍR-TT.
KFR-Valkyrjur mættu mjög ákveðnar til leiks í kvöld og byrjuðu á því að vinna fyrsta leikinn með 5 stigum á móti 1, með 718 pinnum á móti 707 hjá ÍR-TT og staðan í einvíginu var því orðin 25 hjá ÍR-TT á móti 15 hjá KFR-Valkyrjum. Lið ÍR-TT var hins vegar ekki á því að gefast upp og vann næsta leikinn með 6 stigum á móti 0, með 747 pinnum á móti 691 og voru þær þá búnar að tryggja sér titilinn. ÍR-TT vann síðan síðasta leikinn með 5 stigum á móti 1 þegar þær spiluðu 713 í þriðja leiknum, en KFR-Valkyrjur 606 og samtals var ÍR-TT með 2.167 pinna, en KFR-Valkyrjur með 2.015. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT spilaði best allra í kvöld með 587 seríu og unglingalandsliðskonan Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR-TT setti persónulegt met í einum leiki þegar hún spilaði 233 og þremur leikjum með 583 seríu.
Karlalið ÍR-KLS mætti félögum sínum í ÍR-PLS. Fyrir síðustu viðureignina var ÍR-KLS komið með 25 stig á móti 15 stigum ÍR-PLS og nægði 5,5 stig til að vinna titilinn. ÍR-KLS vann fyrsta leik kvöldsins 5 - 1 og tryggði sér síðan sigurinn í öðrum leik sem fór 1 - 5 og gaf því þriðja leikinn. Samtals vann því ÍR-KLS með 31 stigi á móti 29 hjá ÍR-PLS. Fyrri tvær viðureignir liðanna fóru 11 – 9 og 14 – 6 fyrir ÍR-KLS.
Lið ÍR-KLS mætti mjög ákveðið til leiks og vann fyrsta leikinn 5 - 1 með 779 á móti 745 hjá ÍR-PLS. ÍR-PLS vann síðan annan leikinn með 825 á móti 715 hjá ÍR-KLS sem var þar með búið að tryggja sér titilinn og gaf því þriðja leikinn. Samtals var ÍR-KLS með 1.494 og ÍR-PLS með 1.570. Hafþór Harðarson ÍR-PLS spilaði best í kvöld með 435 í tveimur leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS var með 411.
Sport