Kristján Helgason varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í snóker þriðja árið í röð eftir 9-1 sigur á Brynjari Valdimarssyni í úrslitaleiknum.
Kristján, sem vann titilinn í tíunda skipti, heldur út til Póllands á sunnudaginn þar sem hann keppir fyrir Íslands hönd á Evrópumóti áhugamanna í snóker. Bernharð Bernharðsson verður einnig meðal keppenda á mótinu.
Sport