Bill Gates er aftur orðinn ríkasti maður heimsins 17. maí 2013 07:43 Bill Gates annar stofnenda Microsoft er aftur kominn á toppinn sem ríkasti maður heimsins. Þetta kemur fram á nýjum lista Bloomberg fréttaveitunnar yfir helstu milljarðamæringa heimsins mælt í dollurum. Gates hefur ekki verið á toppi þessa lista síðan árið 2007. Mexíkaninn Carlos Slim fellur í annað sætið og ofurfjárfestirinn Warren Buffet er í þriðja sæti. Auður Gates er metinn á 72,7 milljarða dollara eða rúmlega 8.900 milljarða kr. Hann er þar með orðinn rúmlega hálfum milljarði dollara ríkari en Carlos Slim. Á meðan auðæfi Gates hafa aukist um 10 milljarða dollara vegna góðs gengis Microsoft hefur auður Slim minnkað töluvert. Slim hefur byggt auð sinn að stórum hluta á einokun á farsímamarkaðinum í Mexíkó en þing landsins samþykkti nýlega lög sem binda eiga endi á þá einokun. Þeir sem auðgast einna mest á milli ára eru Larry Page og Sergey Brin stofnendur Google en auður þeirra jókst um 22% og eru þeir komnir í 18. og 19. sætið á milljarðamæringalista Bloomberg. Sjá nánar hér. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bill Gates annar stofnenda Microsoft er aftur kominn á toppinn sem ríkasti maður heimsins. Þetta kemur fram á nýjum lista Bloomberg fréttaveitunnar yfir helstu milljarðamæringa heimsins mælt í dollurum. Gates hefur ekki verið á toppi þessa lista síðan árið 2007. Mexíkaninn Carlos Slim fellur í annað sætið og ofurfjárfestirinn Warren Buffet er í þriðja sæti. Auður Gates er metinn á 72,7 milljarða dollara eða rúmlega 8.900 milljarða kr. Hann er þar með orðinn rúmlega hálfum milljarði dollara ríkari en Carlos Slim. Á meðan auðæfi Gates hafa aukist um 10 milljarða dollara vegna góðs gengis Microsoft hefur auður Slim minnkað töluvert. Slim hefur byggt auð sinn að stórum hluta á einokun á farsímamarkaðinum í Mexíkó en þing landsins samþykkti nýlega lög sem binda eiga endi á þá einokun. Þeir sem auðgast einna mest á milli ára eru Larry Page og Sergey Brin stofnendur Google en auður þeirra jókst um 22% og eru þeir komnir í 18. og 19. sætið á milljarðamæringalista Bloomberg. Sjá nánar hér.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira