Loeb: Kubica getur gert betur en Raikkönen Birgir Þór Harðarson skrifar 16. maí 2013 06:15 Loeb ekur Citroen í WRC. Sebastien Loeb, nífaldur heimsmeistari í rallý, segir Pólverjan Robert Kubica geta náð mun betri árangri í rallý en finnanum Kimi Raikkönen tókst. Kubica getur jafnvel barist um titilinn í heimsmeistararallinu. Robert Kubica keppir nú í Evrópurallinu og hefur ekið í nokkrum mótum í Heimsrallinu með góðum árangri. Pólverjinn keppti í Formúlu 1 til ársins 2010 þegar hann lenti í hrikalegu slysi í rallý á Ítalíu. Síðan þá hefur hann verið í stöðugri endurhæfingu og rétt nýbyrjaður að aka á ný í keppni. Raikkönen yfirgaf Formúlu 1 árið eftir tímabilið 2009, sagðist vera fullsaddur á fjölmiðlafári og rugli, og snéri sér að rallakstri með misjöfnum árangri. Hann keppti í heimsmeistararallinu allt tímabilið 2010 en náði aldrei sérstökum árangri þrátt fyrir að sýna stundum sína alþekktu hæfileika undir stýri. Finninn snéri loks aftur í Formúlu 1 með Lotus í fyrra og hefur þegar unnið tvo kappakstra og er sem stendur í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar. Kubica dreymir um að keppa á ný í Formúlu 1 og vegur hrós Loeb örugglega þungt þegar hann skilar inn ferilskránni til formúluliðs í framtíðinni. "Kimi var góður til að byrja með en hann náði aldrei að þróa hæfileika sína í rallý eins og hann hefði viljað. Ég er viss um að Kubica verði betri en Raikkönen í rallý því, ólíkt Kimi, tekur hann hlutunum af einstakri fagmennsku og vill vera bestur," sagði Loeb. Hinn franski Loeb vann heimsmeistaratitilinn í rallý níu sinnum í röð á árunum 2004 til 2012. Hann er nú hættur að keppa að fullu í heimsmeistararallinu en tekur eitt og eitt mót meðfram götubílakappakstri á lokuðum brautum. Formúla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastien Loeb, nífaldur heimsmeistari í rallý, segir Pólverjan Robert Kubica geta náð mun betri árangri í rallý en finnanum Kimi Raikkönen tókst. Kubica getur jafnvel barist um titilinn í heimsmeistararallinu. Robert Kubica keppir nú í Evrópurallinu og hefur ekið í nokkrum mótum í Heimsrallinu með góðum árangri. Pólverjinn keppti í Formúlu 1 til ársins 2010 þegar hann lenti í hrikalegu slysi í rallý á Ítalíu. Síðan þá hefur hann verið í stöðugri endurhæfingu og rétt nýbyrjaður að aka á ný í keppni. Raikkönen yfirgaf Formúlu 1 árið eftir tímabilið 2009, sagðist vera fullsaddur á fjölmiðlafári og rugli, og snéri sér að rallakstri með misjöfnum árangri. Hann keppti í heimsmeistararallinu allt tímabilið 2010 en náði aldrei sérstökum árangri þrátt fyrir að sýna stundum sína alþekktu hæfileika undir stýri. Finninn snéri loks aftur í Formúlu 1 með Lotus í fyrra og hefur þegar unnið tvo kappakstra og er sem stendur í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar. Kubica dreymir um að keppa á ný í Formúlu 1 og vegur hrós Loeb örugglega þungt þegar hann skilar inn ferilskránni til formúluliðs í framtíðinni. "Kimi var góður til að byrja með en hann náði aldrei að þróa hæfileika sína í rallý eins og hann hefði viljað. Ég er viss um að Kubica verði betri en Raikkönen í rallý því, ólíkt Kimi, tekur hann hlutunum af einstakri fagmennsku og vill vera bestur," sagði Loeb. Hinn franski Loeb vann heimsmeistaratitilinn í rallý níu sinnum í röð á árunum 2004 til 2012. Hann er nú hættur að keppa að fullu í heimsmeistararallinu en tekur eitt og eitt mót meðfram götubílakappakstri á lokuðum brautum.
Formúla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira