Viðskipti erlent

Vogunarsjóður veðjar á gríska banka, á kröfur á Íslandi

Nokkrir af stærstu vogunarsjóðum heimsins hafa lagt miklar upphæðir í endurreisn gríska bankakerfisins. Þar á meðal er York Capital Management sem á töluverðar kröfur hér á landi, meðal annars í þrotabúi Glitnis en kröfur York Capital í Glitni nema um 100 milljörðum kr. , sjá hér.

Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að fyrir utan York Capital Management er reiknað með að vogunarsjóðir eins og Farallon Capital og QVT Financial muni taka þátt í endurreisn grískra banka.

Sagt er frá því að vogunarsjóðir hafi verið áberandi þegar Alpha bankinn var með hlutafjárútboð nýlega og fleiri sjóðir íhugi að taka þátt í endurreisn Piraeus bankans.

Fjárfestar lögðu til 4 milljarða evra í Alpha bankann og gríska bankaumsýslan lagði annað eins fram á móti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×