Íslenski boltinn

Guðmundur búinn að opna markareikninginn hjá Njarðvík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Steinarsson í leik með Keflavík.
Guðmundur Steinarsson í leik með Keflavík. Mynd/Valli
Guðmundur Steinarsson skoraði í sínum fyrsta leik með Njarðvík í 2. deildinni en það dugði skammt þar sem liðið tapaði fyrir Aftureldingu, 3-1.

Guðmundur gekk í raðir Njarðvíkur eftir síðasta tímabil en hann lék um árabil með Keflavík.

Keppni í 2. deild hófst í kvöld og skoraði Magnús Már Einarsson fyrsta mark tímabilsins er hann kom Aftureldingu yfir í Mosfellsbæ.

Þá vann ÍR nauman sigur á Gróttu, 1-0, þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma. KV hafði svo betur gegn HK, 4-2.

Úrslit kvöldsins, frá úrslit.net:

Afturelding - Njarðvík 3-1

1-0 Magnús Már Einarsson (34.)

2-0 Arnór Snær Guðmunddson (48.)

3-0 Wentzel Steinarr Kamban (77.)

3-1 Guðmundur Steinarsson (90.)

ÍR - Grótta 1-0

1-0 Kristján Ari Halldórsson (92.)

KV - HK 4-2

0-1 Guðmundur Atli Steinþórsson (8.)

1-1 Einar Bjarni Ómarsson, víti (19.)

1-2 Ásgeir Marteinsson (29.)

2-2 Davíð Birgisson (39.)

3-2 Brynjar Orri Bjarnason (68.)

4-2 Einar Már Þórisson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×