Íslenski boltinn

Ekki snúa baki við flaggskipi Adidas

Eyþór Atli Einarsson skrifar
Gunnar Már í rauðu skónum gegn FH á dögunum.
Gunnar Már í rauðu skónum gegn FH á dögunum. Mynd/Daníel

„Það var mjög fínt að klára þennan leik. Hann opnaðist mikið eftir að við komumst í 2-1. Mér fannst við verðskulda það að komast áfram. Við komum hingað til að vinna og það tókst, þrátt fyrir slakan leik,“ sagði Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður ÍBV eftir sigurleik sinna manna á Þrótti í Borgunarbikarnum í kvöld.

Gunnar Már skoraði tvö mörk í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður og lagði einnig upp mark fyrir samherja sinn.

Athygli vakti að Gunnar Már lék í svörtum Copa Mundial skóm frá Adidas sem er sjaldgæft nú til dags. Leikmenn flestir komnir í skó í öllum regnboganslitum. Léttur og kátur hafði Gunnar Már þetta að segja.

„Ég spilaði minn fyrsta leik á ævinni í rauðum skóm og það rataði í fjölmiðla og því mun ég ekki gera það aftur. Ég mæli eindregið með að leikmenn snúi ekki baki við flaggskipi Adidas og mæti til leiks í Copa Mundial í sumar. Þetta eru langbestu skórnir og svo er ég ekki frá því að þeir séu ódýrastir einnig. Þið sjáið nú hverju þeir skiluðu í dag.“

Umfjöllun og viðtöl úr Laugardalnum má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×