Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2013 09:30 Hafþór Júlíus ásamt Arnold Schwarzenegger á Arnold Classic. Mynd/Instagram Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. Irsay skrifaði á Twitter á dögunum að það væru rosalega margir varnar- eða sóknarlínumenn sem væru tæplega tveir metrar á hæð og 145-165 kg á þyngd. Erfitt væri að velja úr þeim hópi. „Ryan Grig þjálfari þyrfti kannski að skoða 'Íslendinginn',“ skrifaði Irsay. Efndi hann til getraunaleiks meðal fylgjenda sinna á Twitter, sem eru tæplega 225 þúsund, um það hver „Íslendingurinn“ umræddi væri. Í verðlaun voru Colts-treyjur að verðmæti 200 bandaríkjadala. Fyrsta tíst Irsay um Hafþór Júlíus.Mynd/Twitter Skrifin vöktu athygli stuðningsmanna Colts og var m.a. fjallað um áhuga Irsay á ópinberi stuðningsmannasíðu Colts og víðar.Í frétt á annarri bandarískri vefsíðu er fullyrt að í NFL-deildinni hætti leitin að hæfileikum aldrei. „Jafnvel þótt það þýði að leita þurfi til aflraunakappa í Evrópu sem láta Arnold Schwarzenegger líta út eins og Danny DeVito.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Annað tíst Irsay þar sem hann býður verðlaun þeim sem getur rétt um nafn „Íslendingsins“.Mynd/Twitter Hafþór er 24 ára og er Sterkasti maður Íslands en hann hefur unnið titilinn undanfarin tvö ár. Þá hafnaði hann í 3. sæti í keppninni Sterkasti maður heims árið 2012. Hann er 205 cm á hæð og 170 kg. Í myndbandinu að neðan má sjá Hafþór í keppni á Arnold Classic í Kaliforníu. Íþróttir Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. Irsay skrifaði á Twitter á dögunum að það væru rosalega margir varnar- eða sóknarlínumenn sem væru tæplega tveir metrar á hæð og 145-165 kg á þyngd. Erfitt væri að velja úr þeim hópi. „Ryan Grig þjálfari þyrfti kannski að skoða 'Íslendinginn',“ skrifaði Irsay. Efndi hann til getraunaleiks meðal fylgjenda sinna á Twitter, sem eru tæplega 225 þúsund, um það hver „Íslendingurinn“ umræddi væri. Í verðlaun voru Colts-treyjur að verðmæti 200 bandaríkjadala. Fyrsta tíst Irsay um Hafþór Júlíus.Mynd/Twitter Skrifin vöktu athygli stuðningsmanna Colts og var m.a. fjallað um áhuga Irsay á ópinberi stuðningsmannasíðu Colts og víðar.Í frétt á annarri bandarískri vefsíðu er fullyrt að í NFL-deildinni hætti leitin að hæfileikum aldrei. „Jafnvel þótt það þýði að leita þurfi til aflraunakappa í Evrópu sem láta Arnold Schwarzenegger líta út eins og Danny DeVito.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Annað tíst Irsay þar sem hann býður verðlaun þeim sem getur rétt um nafn „Íslendingsins“.Mynd/Twitter Hafþór er 24 ára og er Sterkasti maður Íslands en hann hefur unnið titilinn undanfarin tvö ár. Þá hafnaði hann í 3. sæti í keppninni Sterkasti maður heims árið 2012. Hann er 205 cm á hæð og 170 kg. Í myndbandinu að neðan má sjá Hafþór í keppni á Arnold Classic í Kaliforníu.
Íþróttir Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira