Sterkasti maður Íslands á leið í NFL-deildina? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. maí 2013 09:30 Hafþór Júlíus ásamt Arnold Schwarzenegger á Arnold Classic. Mynd/Instagram Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. Irsay skrifaði á Twitter á dögunum að það væru rosalega margir varnar- eða sóknarlínumenn sem væru tæplega tveir metrar á hæð og 145-165 kg á þyngd. Erfitt væri að velja úr þeim hópi. „Ryan Grig þjálfari þyrfti kannski að skoða 'Íslendinginn',“ skrifaði Irsay. Efndi hann til getraunaleiks meðal fylgjenda sinna á Twitter, sem eru tæplega 225 þúsund, um það hver „Íslendingurinn“ umræddi væri. Í verðlaun voru Colts-treyjur að verðmæti 200 bandaríkjadala. Fyrsta tíst Irsay um Hafþór Júlíus.Mynd/Twitter Skrifin vöktu athygli stuðningsmanna Colts og var m.a. fjallað um áhuga Irsay á ópinberi stuðningsmannasíðu Colts og víðar.Í frétt á annarri bandarískri vefsíðu er fullyrt að í NFL-deildinni hætti leitin að hæfileikum aldrei. „Jafnvel þótt það þýði að leita þurfi til aflraunakappa í Evrópu sem láta Arnold Schwarzenegger líta út eins og Danny DeVito.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Annað tíst Irsay þar sem hann býður verðlaun þeim sem getur rétt um nafn „Íslendingsins“.Mynd/Twitter Hafþór er 24 ára og er Sterkasti maður Íslands en hann hefur unnið titilinn undanfarin tvö ár. Þá hafnaði hann í 3. sæti í keppninni Sterkasti maður heims árið 2012. Hann er 205 cm á hæð og 170 kg. Í myndbandinu að neðan má sjá Hafþór í keppni á Arnold Classic í Kaliforníu. Íþróttir Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira
Jim Irsay, eigandi Indianapolis Colts í NFL-deildinni, gaf í skyn á dögunum að það gæti verið sterkur leikur að fá Hafþór Júlíus Björnsson til liðs við félagið. Irsay skrifaði á Twitter á dögunum að það væru rosalega margir varnar- eða sóknarlínumenn sem væru tæplega tveir metrar á hæð og 145-165 kg á þyngd. Erfitt væri að velja úr þeim hópi. „Ryan Grig þjálfari þyrfti kannski að skoða 'Íslendinginn',“ skrifaði Irsay. Efndi hann til getraunaleiks meðal fylgjenda sinna á Twitter, sem eru tæplega 225 þúsund, um það hver „Íslendingurinn“ umræddi væri. Í verðlaun voru Colts-treyjur að verðmæti 200 bandaríkjadala. Fyrsta tíst Irsay um Hafþór Júlíus.Mynd/Twitter Skrifin vöktu athygli stuðningsmanna Colts og var m.a. fjallað um áhuga Irsay á ópinberi stuðningsmannasíðu Colts og víðar.Í frétt á annarri bandarískri vefsíðu er fullyrt að í NFL-deildinni hætti leitin að hæfileikum aldrei. „Jafnvel þótt það þýði að leita þurfi til aflraunakappa í Evrópu sem láta Arnold Schwarzenegger líta út eins og Danny DeVito.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Annað tíst Irsay þar sem hann býður verðlaun þeim sem getur rétt um nafn „Íslendingsins“.Mynd/Twitter Hafþór er 24 ára og er Sterkasti maður Íslands en hann hefur unnið titilinn undanfarin tvö ár. Þá hafnaði hann í 3. sæti í keppninni Sterkasti maður heims árið 2012. Hann er 205 cm á hæð og 170 kg. Í myndbandinu að neðan má sjá Hafþór í keppni á Arnold Classic í Kaliforníu.
Íþróttir Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira