Skatturinn á eftir íþróttafélögum landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2013 12:30 Úr viðureign Þróttar og Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Myndin tengist fréttinni ekki. Mynd/Anton Ríkisskattstjóri hefur boðað aðgerðir í skattamálum gagnvart íþróttafélögum landsins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands á dögunum. Í bréfinu kemur meðal annars fram að íslensk íþróttafélög greiði sum hver ekki virðisaukaskatt af sölu auglýsinga á auglýsingaskiltum. Slík sala sé gerð á grundvelli svokallaðra „samstarfssamninga“. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Rúv að mál íþróttafélaga hér á landi hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar fyrir 10-15 árum. Nú sé aftur þörf á því. Skattamál þurfi að vera í lagi hjá íþróttafélögum eins og öðrum. Skúli telur líklegt að kallað verði eftir bókhaldsupplýsingum frá einhverjum íþróttafélögum. Staðreyndin sé sú að flest starfsfólk íþróttafélaga eigi að vera á launaskrá þótt aðstæður geti verið breytilegar. Almennt gildi sú regla að þeir sem skaffa sinn aðbúnað sjálfir geti talist til verktaka en í öðrum tilfellum sé um launafólk að ræða. Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalanesþings, hefur áhyggjur af viðhorfi Ríkisskattstjóra. Farið hafi verið í aðgerðir í ljósi ábendinga Ríkisskattstjóra á sínum tíma til að taka á skattamálum hreyfingarinnar. „Ég hefði haldið að vel hefði tekist til þar og farið væri eftir lögum og reglum,“ segir Valdimar Leó í samtali við Rúv. Hann telur að fari svo að verktökum fækki til muna hjá íþróttafélögum muni það fela í sér aukinn kostnað fyrir félögin sem numið gæti 20-30 prósentum. Til að svara þeim kostnaði þyrfti líkast til að hækka æfingagjöldin hjá iðkendum félaganna. Óhætt er að fullyrða að stór hluti þjálfara hjá yngri flokkum í knattspyrnu hér á landi starfi sem verktakar. Sömu sögu er að segja um leikmenn og þjálfara hjá meistaraflokkum karla og kvenna í knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur boðað aðgerðir í skattamálum gagnvart íþróttafélögum landsins. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands á dögunum. Í bréfinu kemur meðal annars fram að íslensk íþróttafélög greiði sum hver ekki virðisaukaskatt af sölu auglýsinga á auglýsingaskiltum. Slík sala sé gerð á grundvelli svokallaðra „samstarfssamninga“. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Rúv að mál íþróttafélaga hér á landi hafi verið tekin til sérstakrar skoðunar fyrir 10-15 árum. Nú sé aftur þörf á því. Skattamál þurfi að vera í lagi hjá íþróttafélögum eins og öðrum. Skúli telur líklegt að kallað verði eftir bókhaldsupplýsingum frá einhverjum íþróttafélögum. Staðreyndin sé sú að flest starfsfólk íþróttafélaga eigi að vera á launaskrá þótt aðstæður geti verið breytilegar. Almennt gildi sú regla að þeir sem skaffa sinn aðbúnað sjálfir geti talist til verktaka en í öðrum tilfellum sé um launafólk að ræða. Valdimar Leó Friðriksson, formaður Ungmennasambands Kjalanesþings, hefur áhyggjur af viðhorfi Ríkisskattstjóra. Farið hafi verið í aðgerðir í ljósi ábendinga Ríkisskattstjóra á sínum tíma til að taka á skattamálum hreyfingarinnar. „Ég hefði haldið að vel hefði tekist til þar og farið væri eftir lögum og reglum,“ segir Valdimar Leó í samtali við Rúv. Hann telur að fari svo að verktökum fækki til muna hjá íþróttafélögum muni það fela í sér aukinn kostnað fyrir félögin sem numið gæti 20-30 prósentum. Til að svara þeim kostnaði þyrfti líkast til að hækka æfingagjöldin hjá iðkendum félaganna. Óhætt er að fullyrða að stór hluti þjálfara hjá yngri flokkum í knattspyrnu hér á landi starfi sem verktakar. Sömu sögu er að segja um leikmenn og þjálfara hjá meistaraflokkum karla og kvenna í knattspyrnu, handbolta og körfubolta.
Íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira