Handbolti

Íslensku stelpurnar heppnar með riðil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir.
Rakel Dögg Bragadóttir. Mynd/Stefán

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta verður í riðli með Frakklandi, Slóvakíu og Finnlandi í undankeppni EM 2014 en dregið var í Veszprem í Ungverjalandi í dag. Íslensku stelpurnar höfðu heppnina með sér því liðið lenti í riðli með slökustu liðunum í þriðja og fjórða styrkleikaflokki.

Frakkland hefur aftur á móti verið með eitt allra sterkasta landslið í kvennaboltanum undanfarin ár, endaði í fimmta sæti á ÓL í London og hefur unnið silfurverðlaun á síðustu tveimur heimsmeistaramótum.

Slóvakía var lélegasta liðið í þriðja styrkleikaflokki og Finnland var lélegasta liðið í undankeppninni samkvæmt styrkleikaröðun evrópska handboltasambandsins. Slóvakía hefur ekki komist á stórmót í kvennaboltanum síðan að liðið var með á HM 1995 en liðið komst síðast á EM 1994.

Tvö efstu liðin í riðlinum tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Austurríki og Ungverjalandi í desember 2014.

Riðlarnir í undankeppni EM 2014:

1. riðill

Danmörk

Úkraína

Austurríki

Litháen

2. riðill

Frakkland

Ísland

Slóvakía

Finnland

3. riðill

Svartfjallaland

Tékkland

Pólland

Portúgal

4. riðill

Spánn

Holland

Tyrkland

Ítalía

5. riðill

Svíþjóð

Serbía

Slóvenía

Sviss

6. riðill

Noregur

Rúmenía

Hvíta-Rússland

7. riðill

Rússland

Þýskaland

Makedónía






Fleiri fréttir

Sjá meira


×