Völlurinn er handónýtur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2013 09:06 Ástandið á vellinum á Sauðárkróki er slæmt, vægast sagt. Myndir / Jóhann G. Kristinsson Knattspyrnuvellir á Norðurlandi koma illa undan vetri og liggja margir undir kalskemmdum, eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum sem Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, tók á ferð sinni um Norðurland um liðna helgi. Tindastóll, KA, Dalvík/Reynir spila öll heimaleiki sína í Boganum á Akureyri. KF, sem er í Fjallabyggð, hefur enn ekki spilað heimaleik en áætlað er að liðið spili á Ólafsfjarðarvelli á laugardaginn. Völsungur hefur spilað sína leiki á gervigrasvellinum á Húsavík. „Það var tíu sentímetra jafnfallinn snjór yfir öllu í gærmorgun,“ sagði Róbert Jóhann Haraldsson, formaður og framkvæmdarstjóri KF, við samtali við Vísi í morgun. „En við ætlum að láta reyna á þetta. Við erum að fá KA í heimsókn og við reyndum að fá leiknum frestað en það gekk ekki. KA bauð okkur að spila leikinn í Boganum en það er þeirra heimavöllur og okkur finnst það ekki koma til greina.“ „Við erum því eiginlega þvingaðir til að spila þennan leik. Þetta er stórleikur fyrir okkur - að fá stórveldi KA í heimsókn.“ Ólafsfjarðarvöllur eins og hann leit út um helgina. Hann er upphitaður og kemur einna best undan vetri. Stúkan á kafi í snjóRóbert segir að leikmenn og dómarar munu þurfa ganga yfir stóran snjóskafl til að komast á völlinn. „Ég er með sjö leikmenn eins og er að hreinsa snjó úr stúkunni svo fólk geti setið. Við erum svo að reyna að koma varamannaskýlum og auglýsingaskiltum fyrir en þetta er meira og minna allt brotið eftir veturinn.“ Ólafsfjarðarvöllur eins og hann leit út þann 18. maí. „Aðalmálið er við erum hræddir um að skemma völlinn. En eins og staðan er ætlum við að spila á þessum velli á laugardaginn,“ sagði Róbert en KF, sem leikur í 1. deildinni, hefur ekkert æft á grasi fyrir norðan í vor. „Við höfum æft í Boganum og æft svo tvisvar fyrir sunnan á grasi.“ Maðurinn á myndinni er labbandi á miðjum Siglufjarðarvelli. Siglufjarðarvöllur kannski tilbúinn í ágúst Róbert segir að ástandið á Siglufirði sé enn verra. Þar var snjór yfir öllu um helgina og þriggja metra hár skafl yfir hálfum vellinum. „Hann er kannski kominn niður í tvo metra núna,“ sagði Róbert og gat ekki annað en hlegið. „Við getum mögulega reynt við hann í ágúst.“ Takið eftir skaflinum sem þekur hálfan vítateiginn á Siglufirði. Risastór skafl á Siglufjarðarvelli. „Maður krossaði sig bara áður en maður leit út um gluggann í morgun. Ég hef heyrt menn kvarta undan völlunum í Reykjavík en ég minni á að það er bara sólarhingur síðan að völlurinn hér var á kafi í snjó, sagði Róbert.“ Sauðárkróksvöllur er í einkar slæmu ástandi. Sigurbjörn Árnason, vallarstjóri á Sauðárkróki, segir ástandið slæmt hjá sér enda er varla stingandi grænt strá á vellinum. „Hann er bara handónýtur, þannig lagað,“ sagði Sigurbjörn. „Það er hiti undir hlaupabrautinni og það hefur smitað aðeins út í jaðar vallarins þar sem má finna örlítið grænt gras.“ „Ég ætlaði að sá í völlinn í gær en það var bara ekki hægt vegna kulda. Það er mikil vinna fram undan.“ „Það er ljóst að við munum spila í Boganum á Akureyri eitthvað áfram. Það verður aldrei spilað hér fyrr en í lok júní og er það miðað við allra björtustu vonir.“ Förin á vellinum eru eftir gröfur sem voru notaðar til að brjóta þykkt klakalag í janúar. Sigurbjörn segir að þykkur klaki hafi verið tekinn í janúar síðastliðinum og að líklega hafi það verið um seinan. „Mestur var hann um 15 cm þykkur. Hann var búinn að liggja á honum í nokkurn tíma. En svo kom bara klaki aftur og því réði maður ekki neitt við neitt.“ „Ég man ekki eftir öðru eins, eftir að hafa verið í kringum þessi mál í þrjá áratugi.“ Fleiri velli, svo sem Akureyrarvöll, Þórsvöll og Húsavíkurvöll, má sjá efst í fréttinni. Snjór yfir stúkunni við Dalvíkurvöll. Stefán Garðar Níelsson er vallarstjóri á Dalvíkurvelli og segir helsta vandamálið þar það gríðarlega magn af snjó sem er í kringum völlinn. „Völlurinn kemur ágætlega undan vetri. Það er það eina jákvæða. En það er svo mikill snjór í kringum völlinn að það er ekki hægt að taka hann,“ segir Stefán. „Undirlagið þar er bara eins og mýri og þetta gerir það að verkum að völlurinn helst mjög blautur. Það seinkar öllu ferlinu.“ Dalvík/Reynir spilar gegn Sindra í Boganum um helgina en Stefan vonast til að liðið geti spilað á heimavelli sínum þann 8. júní. „Þá þurfa veðurguðir að vera okkur hliðhollir,“ segir hann og bætir við að það sé enn tveggja metra skaflar við hús í Dalvík. „Þetta er hvergi verra á Norðurlandi en hér á Dalvík, ekki nema þá helst inn til sveita. Þetta er alveg ömurlegt.“ Liðið hefur eins og svo mörg fleiri þurft að fara í Bogann á Akureyri til að spila og æfa. „Það eru bara blóðpeningar fyrir jafn lítið félag og okkar. Þetta hefur verið mikið áfall fyrir félagið.“ Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Knattspyrnuvellir á Norðurlandi koma illa undan vetri og liggja margir undir kalskemmdum, eins og sést greinilega á meðfylgjandi myndum sem Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, tók á ferð sinni um Norðurland um liðna helgi. Tindastóll, KA, Dalvík/Reynir spila öll heimaleiki sína í Boganum á Akureyri. KF, sem er í Fjallabyggð, hefur enn ekki spilað heimaleik en áætlað er að liðið spili á Ólafsfjarðarvelli á laugardaginn. Völsungur hefur spilað sína leiki á gervigrasvellinum á Húsavík. „Það var tíu sentímetra jafnfallinn snjór yfir öllu í gærmorgun,“ sagði Róbert Jóhann Haraldsson, formaður og framkvæmdarstjóri KF, við samtali við Vísi í morgun. „En við ætlum að láta reyna á þetta. Við erum að fá KA í heimsókn og við reyndum að fá leiknum frestað en það gekk ekki. KA bauð okkur að spila leikinn í Boganum en það er þeirra heimavöllur og okkur finnst það ekki koma til greina.“ „Við erum því eiginlega þvingaðir til að spila þennan leik. Þetta er stórleikur fyrir okkur - að fá stórveldi KA í heimsókn.“ Ólafsfjarðarvöllur eins og hann leit út um helgina. Hann er upphitaður og kemur einna best undan vetri. Stúkan á kafi í snjóRóbert segir að leikmenn og dómarar munu þurfa ganga yfir stóran snjóskafl til að komast á völlinn. „Ég er með sjö leikmenn eins og er að hreinsa snjó úr stúkunni svo fólk geti setið. Við erum svo að reyna að koma varamannaskýlum og auglýsingaskiltum fyrir en þetta er meira og minna allt brotið eftir veturinn.“ Ólafsfjarðarvöllur eins og hann leit út þann 18. maí. „Aðalmálið er við erum hræddir um að skemma völlinn. En eins og staðan er ætlum við að spila á þessum velli á laugardaginn,“ sagði Róbert en KF, sem leikur í 1. deildinni, hefur ekkert æft á grasi fyrir norðan í vor. „Við höfum æft í Boganum og æft svo tvisvar fyrir sunnan á grasi.“ Maðurinn á myndinni er labbandi á miðjum Siglufjarðarvelli. Siglufjarðarvöllur kannski tilbúinn í ágúst Róbert segir að ástandið á Siglufirði sé enn verra. Þar var snjór yfir öllu um helgina og þriggja metra hár skafl yfir hálfum vellinum. „Hann er kannski kominn niður í tvo metra núna,“ sagði Róbert og gat ekki annað en hlegið. „Við getum mögulega reynt við hann í ágúst.“ Takið eftir skaflinum sem þekur hálfan vítateiginn á Siglufirði. Risastór skafl á Siglufjarðarvelli. „Maður krossaði sig bara áður en maður leit út um gluggann í morgun. Ég hef heyrt menn kvarta undan völlunum í Reykjavík en ég minni á að það er bara sólarhingur síðan að völlurinn hér var á kafi í snjó, sagði Róbert.“ Sauðárkróksvöllur er í einkar slæmu ástandi. Sigurbjörn Árnason, vallarstjóri á Sauðárkróki, segir ástandið slæmt hjá sér enda er varla stingandi grænt strá á vellinum. „Hann er bara handónýtur, þannig lagað,“ sagði Sigurbjörn. „Það er hiti undir hlaupabrautinni og það hefur smitað aðeins út í jaðar vallarins þar sem má finna örlítið grænt gras.“ „Ég ætlaði að sá í völlinn í gær en það var bara ekki hægt vegna kulda. Það er mikil vinna fram undan.“ „Það er ljóst að við munum spila í Boganum á Akureyri eitthvað áfram. Það verður aldrei spilað hér fyrr en í lok júní og er það miðað við allra björtustu vonir.“ Förin á vellinum eru eftir gröfur sem voru notaðar til að brjóta þykkt klakalag í janúar. Sigurbjörn segir að þykkur klaki hafi verið tekinn í janúar síðastliðinum og að líklega hafi það verið um seinan. „Mestur var hann um 15 cm þykkur. Hann var búinn að liggja á honum í nokkurn tíma. En svo kom bara klaki aftur og því réði maður ekki neitt við neitt.“ „Ég man ekki eftir öðru eins, eftir að hafa verið í kringum þessi mál í þrjá áratugi.“ Fleiri velli, svo sem Akureyrarvöll, Þórsvöll og Húsavíkurvöll, má sjá efst í fréttinni. Snjór yfir stúkunni við Dalvíkurvöll. Stefán Garðar Níelsson er vallarstjóri á Dalvíkurvelli og segir helsta vandamálið þar það gríðarlega magn af snjó sem er í kringum völlinn. „Völlurinn kemur ágætlega undan vetri. Það er það eina jákvæða. En það er svo mikill snjór í kringum völlinn að það er ekki hægt að taka hann,“ segir Stefán. „Undirlagið þar er bara eins og mýri og þetta gerir það að verkum að völlurinn helst mjög blautur. Það seinkar öllu ferlinu.“ Dalvík/Reynir spilar gegn Sindra í Boganum um helgina en Stefan vonast til að liðið geti spilað á heimavelli sínum þann 8. júní. „Þá þurfa veðurguðir að vera okkur hliðhollir,“ segir hann og bætir við að það sé enn tveggja metra skaflar við hús í Dalvík. „Þetta er hvergi verra á Norðurlandi en hér á Dalvík, ekki nema þá helst inn til sveita. Þetta er alveg ömurlegt.“ Liðið hefur eins og svo mörg fleiri þurft að fara í Bogann á Akureyri til að spila og æfa. „Það eru bara blóðpeningar fyrir jafn lítið félag og okkar. Þetta hefur verið mikið áfall fyrir félagið.“
Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki