Hinn stórefnilegi markvörður FH, Birna Berg Haraldsdóttir, gerði sig seka um skelfileg mistök í leiknum gegn Aftureldingu í kvöld.
Birna missti þá boltann hreinlega úr hendinni er hún ætlaði að kasta honum fram. Sigríður Þóra Birgisdóttir þakkaði pent fyrir sig með því að skora í tómt markið.
Sem betur fer fyrir Birnu Berg reyndust mistökin ekki dýrkeypt því FH vann leikinn, 4-1.
Markið skrautlega má sjá hér að ofan.
Hrikaleg mistök hjá Birnu Berg | Myndband
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Selfoss 4-1 | Blikar áfram á sigurbraut
Breiðablik hélt áfram sigurgöngu sinni í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 4-1 sigur á Selfossi á Kópavogsvellinum. Breiðablik hefur unnið fyrstu fjóra leiki sína í sumar og er á toppnum í deildinni ásamt Stjörnunni.

Meistararnir misstu niður tveggja marka forskot
Fyrstu tveimur leikjum kvöldsins í Pepsi-deild kvenna er lokið. Jafntefli var í stórleiknum fyrir norðan en ÍBV vann öruggan sigur á Þrótti.

Auðvelt hjá FH og Stjörnunni | Podovac skoraði fjögur mörk
FH vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild kvenna í kvöld er liðið lagði Aftureldingu. Danka Podovac fór á kostum í liði Stjörnunnar gegn HK/Víkingi og skoraði fjögur mörk.