Kaupa Tumblr á 1,1 milljarð Bandaríkjadala 20. maí 2013 10:15 Tumblr er vinsælasta bloggkerfi veraldar. Það er óhætt að segja að Yahoo! megi muna sinn fífil fegurri. Á árdögum veraldarvefsins var þetta bandaríska hugbúnaðar- tæknifyrirtæki gríðarlega áberandi og ein vinsælasta vefsíða veraldar. Þegar Google fór að ryðja sér til rúms í netheimum í kringum aldarmótin upphófst mikið leitarvéla-stríð milli fyrirtækjanna. Google fór þar með sigur. Síðan þá hefur Yahoo! barist í bökkum og einblínt á að efla fréttaveitu sína sem er enn í dag gríðarlega vinsæl. Marissa Mayer tók við stjórnartaumunum í Yahoo! á síðasta ári. Hún var áður háttsettur stjórnandi hjá Google og hefur á undanförnum mánuðum staðið fyrir kaupum og yfirtökum á mörgum ungum og forvitnilegum nýsköpunarfyrirtækjum. Þar á meðal eru kaup Yahoo! á sprotafyrirtækinu Summly fyrr á þessu ári. Stofnandi og eigandi fyrirtækisins, 21 árs gamall forritari að nafni Nick D'Aloisio. Yahoo! greiddi 30 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlut hans í Summly. Þessar tölur fölna þó í samanburði við yfirvofandi kaup Yahoo! á samskiptamiðlinum Tumblr. Kaupverðið nemur rúmlega milljarði Bandaríkjadala, jafnvirðir 125 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri og stofnandi Tumblr, sem stofnað var árið 2007, er hinn 26 ára gamli Davip Karp. Hann stofnaði Tumblr þegar hann bjó heima hjá mömmu sinni í lítilli íbúð í New York. Í dag er Tumblr vinsælasta bloggkerfi veraldar en fyrirtækið hýsir rúmlega milljón blogg og frá stofnun hafa notendur, ýmist undir nafni eða í krafti nafnleyndar, birt um fimmtíu milljarða bloggfærslna. Hvað varðar tekjuöflun er ljóst að Yahoo! einblínir á auglýsingar. Rétt eins og Facebook hefur Tumblr þó átt í erfiðleikum með að virkja þessa tekjulind. Sjálfur hefur Davip Karp lýst yfir frati á tilraunir Facebook og Google að birta auglýsingar samhliða efni sem notendur birta og skoða. Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Það er óhætt að segja að Yahoo! megi muna sinn fífil fegurri. Á árdögum veraldarvefsins var þetta bandaríska hugbúnaðar- tæknifyrirtæki gríðarlega áberandi og ein vinsælasta vefsíða veraldar. Þegar Google fór að ryðja sér til rúms í netheimum í kringum aldarmótin upphófst mikið leitarvéla-stríð milli fyrirtækjanna. Google fór þar með sigur. Síðan þá hefur Yahoo! barist í bökkum og einblínt á að efla fréttaveitu sína sem er enn í dag gríðarlega vinsæl. Marissa Mayer tók við stjórnartaumunum í Yahoo! á síðasta ári. Hún var áður háttsettur stjórnandi hjá Google og hefur á undanförnum mánuðum staðið fyrir kaupum og yfirtökum á mörgum ungum og forvitnilegum nýsköpunarfyrirtækjum. Þar á meðal eru kaup Yahoo! á sprotafyrirtækinu Summly fyrr á þessu ári. Stofnandi og eigandi fyrirtækisins, 21 árs gamall forritari að nafni Nick D'Aloisio. Yahoo! greiddi 30 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlut hans í Summly. Þessar tölur fölna þó í samanburði við yfirvofandi kaup Yahoo! á samskiptamiðlinum Tumblr. Kaupverðið nemur rúmlega milljarði Bandaríkjadala, jafnvirðir 125 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri og stofnandi Tumblr, sem stofnað var árið 2007, er hinn 26 ára gamli Davip Karp. Hann stofnaði Tumblr þegar hann bjó heima hjá mömmu sinni í lítilli íbúð í New York. Í dag er Tumblr vinsælasta bloggkerfi veraldar en fyrirtækið hýsir rúmlega milljón blogg og frá stofnun hafa notendur, ýmist undir nafni eða í krafti nafnleyndar, birt um fimmtíu milljarða bloggfærslna. Hvað varðar tekjuöflun er ljóst að Yahoo! einblínir á auglýsingar. Rétt eins og Facebook hefur Tumblr þó átt í erfiðleikum með að virkja þessa tekjulind. Sjálfur hefur Davip Karp lýst yfir frati á tilraunir Facebook og Google að birta auglýsingar samhliða efni sem notendur birta og skoða.
Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent