Leikmenn hætta vegna vangoldinna greiðsla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2013 13:48 Mynd/Stefán Helmingur íþróttafélaga hér á landi stendur sig illa þegar kemur að greiðslum til leikmanna sinna sem eiga við meiðsli að stríða. Þetta kemu fram í meistararitgerð Ragnars Mar Sigrúnarsonar í íþróttavísindaþjálfun við Háskólann í Reykjavík. Ragnar tók til skoðunar tíu félög í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu auk 1. deildar karla. Markmiðið með rannsókninni var tvíþætt. Annars vegar að kanna andlega líðan knattspyrnumanna sem hafa meiðst alvarlega eða langvarandi og hins vegar aðkoma þjálfara og hvernig þeir styðja við bakið á leikmönnum. „Helmingur félaganna var hreinlega að skíta í buxurnar þegar kom að því að styðja við bakið á knattspyrnumönnum sínum,“ sagði Ragnar Mar í samtali við Þorkel Mána Pétursson og Frosta Logason í útvarpsþættinum Harmageddon. Ragnar Mar átti sjálfur í erfiðum meiðslum sem knattspyrnumaður og á góða vini sem áttu erfitt uppdráttar í meiðslum. Ragnar segir nokkra leikmenn hafa átt í miklum erfiðleikum að fá endurgreiddan sjúkrakostnað hjá félögum sínum. Sumir höfðu jafnvel hætt í sjúkraþjálfun þar sem þeir sáu ekki fram á að fá kostnaðinn endurgreiddan. Aðrir hafi hreinlega hætt knattspyrnuiðkun. Gefist upp. Í samtölum við þjálfara kom fram að þeir voru mjög ákveðnir í því að það þyrfti að styrkja leikmenn og hjálpa þeim. Nokkrir þeirra nefndu að fjárhagslega hliðin þyrfti að vera á kristaltæru, þ.e. að menn fengu sjúkrakostnaðinn endurgreiddan án vandkvæða. Í rannsókn Ragnars kom einnig fram að þjálfara töldu stórt atriði hversu mikilvægur leikmaðurinn væri fyrir liðið. Mynd/Daníel „Það myndi stýra því hversu mikinn stuðning hann fengi,“ segir Ragnar. Hann segir að vissu leyti skilja sjónarmið þeirra þjálfara og félaga sem jafnvel reyna að rifta samningi sínum við leikmanninn séu meiðsli hans langverandi og mikilvægi hans fyrir liðið lítið. „Ef þú ert með eign í fyrirtæki sem er óarðbær er kannski eðlilegt að þú reynir að afskrifa hana,“ segir Ragnar. Hann benti einnig á að ýmislegt virtist ábótavant í leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands. Þar séu félög ekki skikkuð til þess að standa skil á greiðslum vegna sjúkrakostnaðar til leikmanna. Engu að síður eru leikmenn tryggðir í gegnum KSÍ samninga við félög sín. „Svo virðist sem það sé grundvöllur fyrir það að félögin svindli. Siðferðislega er það kannski mjög rangt. En segjum að þú sért að reka félag með litla peninga á milli handanna og leikmann sem kostar mikla peninga af því hann er mjög meiddur. Einhver félög reyndu að rifa samningi við leikmann sem hafði verið meiddur lengi,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Helmingur íþróttafélaga hér á landi stendur sig illa þegar kemur að greiðslum til leikmanna sinna sem eiga við meiðsli að stríða. Þetta kemu fram í meistararitgerð Ragnars Mar Sigrúnarsonar í íþróttavísindaþjálfun við Háskólann í Reykjavík. Ragnar tók til skoðunar tíu félög í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu auk 1. deildar karla. Markmiðið með rannsókninni var tvíþætt. Annars vegar að kanna andlega líðan knattspyrnumanna sem hafa meiðst alvarlega eða langvarandi og hins vegar aðkoma þjálfara og hvernig þeir styðja við bakið á leikmönnum. „Helmingur félaganna var hreinlega að skíta í buxurnar þegar kom að því að styðja við bakið á knattspyrnumönnum sínum,“ sagði Ragnar Mar í samtali við Þorkel Mána Pétursson og Frosta Logason í útvarpsþættinum Harmageddon. Ragnar Mar átti sjálfur í erfiðum meiðslum sem knattspyrnumaður og á góða vini sem áttu erfitt uppdráttar í meiðslum. Ragnar segir nokkra leikmenn hafa átt í miklum erfiðleikum að fá endurgreiddan sjúkrakostnað hjá félögum sínum. Sumir höfðu jafnvel hætt í sjúkraþjálfun þar sem þeir sáu ekki fram á að fá kostnaðinn endurgreiddan. Aðrir hafi hreinlega hætt knattspyrnuiðkun. Gefist upp. Í samtölum við þjálfara kom fram að þeir voru mjög ákveðnir í því að það þyrfti að styrkja leikmenn og hjálpa þeim. Nokkrir þeirra nefndu að fjárhagslega hliðin þyrfti að vera á kristaltæru, þ.e. að menn fengu sjúkrakostnaðinn endurgreiddan án vandkvæða. Í rannsókn Ragnars kom einnig fram að þjálfara töldu stórt atriði hversu mikilvægur leikmaðurinn væri fyrir liðið. Mynd/Daníel „Það myndi stýra því hversu mikinn stuðning hann fengi,“ segir Ragnar. Hann segir að vissu leyti skilja sjónarmið þeirra þjálfara og félaga sem jafnvel reyna að rifta samningi sínum við leikmanninn séu meiðsli hans langverandi og mikilvægi hans fyrir liðið lítið. „Ef þú ert með eign í fyrirtæki sem er óarðbær er kannski eðlilegt að þú reynir að afskrifa hana,“ segir Ragnar. Hann benti einnig á að ýmislegt virtist ábótavant í leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands. Þar séu félög ekki skikkuð til þess að standa skil á greiðslum vegna sjúkrakostnaðar til leikmanna. Engu að síður eru leikmenn tryggðir í gegnum KSÍ samninga við félög sín. „Svo virðist sem það sé grundvöllur fyrir það að félögin svindli. Siðferðislega er það kannski mjög rangt. En segjum að þú sért að reka félag með litla peninga á milli handanna og leikmann sem kostar mikla peninga af því hann er mjög meiddur. Einhver félög reyndu að rifa samningi við leikmann sem hafði verið meiddur lengi,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti