Keflavík Music Festival í uppnámi KH og JBG skrifar 7. júní 2013 11:03 Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir dagskránna hafa riðlast. Franz Gunnarsson, gítarleikari Ensíma, vandar skipuleggjendum ekki kveðjurnar. Aðeins tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Music Festival í gær kom fram. Hinar sveitirnar hættu við þar sem þær töldu tónleikahaldara ekki standa við gerða samninga. Þá mun Micha Moor ekki spila á hátíðinni í kvöld þar sem hljómsveitin fékk enga flugmiða frá tónleikahöldurum, að því er segir á Twitter-síðu sveitarinnar. „Við áttum að fá fyrirgramgreiðslu áður en við stigum á svið. Það var forsenda þess að við myndum spila og eitthvað sem var búið að semja um löngu áður. Ég kom fyrr á staðinn til að klára þetta mál en tónleikahaldararnir létu aldrei sjá sig,“ segir Franz Gunnarsson, gítarleikari í Ensíma. Skálmöld og Pétur Ben spiluðu en Sign og Ensími pökkuðu hins vegar saman og fóru heim. „Þetta var allt mjög sérstakt,“ segir Franz. „Engin gæsla á svæðinu; engin ljós og engin aðstaða fyrir tónlistarmenn svo við þurftum að hýrast þarna í skítakulda. Við biðum og biðum eftir forsvarsmönnum hátíðarinnar en þegar þeir létu ekki sjá sig svo við pökkuðum saman og fórum.“ Að sögn Franz höfðu Skálmaldarmenn ekki samið um fyrirframgreiðslu eins og hinar sveitirnar og því hafi þeir spilað. Töluverðrar óánægju virðist gæta meðal tónleikagesta ef marka má umræður á Facebook. Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir að dagskráin hafi riðlast þar sem danska sveitin Outlandis hafi lent án farangurs. Hljóðfærin hafi ekki farið með í vélina og því hafi dagskráin riðlast um tæpa tvo tíma. „Dagskráin í Reykjaneshöll átti að vera frá 7 til 11 en varð frá 8.30 til 1.30. Við gátum ekki seinkað dagskránni í tjöldunum. Á þeim tíma þegar allt átti að vera í gangi í tjöldunum voru allir í höllinni. Böndin í tjaldinu voru augljóslega ekki sátt við það. Þau vilja eðlilega ekki spila fyrir fimm áhorfendur en það voru mörg þúsund manns í höllinni. Það er lítið sem við getum gert. Við höldum okkar striki - erum með rosalega flotta dagskrá í kvöld og á morgun. En ástæðan fyrir þessu er að búnaður Outlandish kom ekki. Það er engum að kenna,“ segir Óli Geir sem lýsir nóttinni sem einni þeirri erfiðustu sem hann hefur lifað. „Einhverjir eru ósáttir en það er bara ekkert sem við getum gert í því nema haldið okkar striki og reynt að færa fólkinu góða hátíð.“ Uppfært kl. 11.31: Leiðrétting. Pétur Ben mun hafa komið fram í Tuborg-tjaldinu í gær. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Aðeins tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Music Festival í gær kom fram. Hinar sveitirnar hættu við þar sem þær töldu tónleikahaldara ekki standa við gerða samninga. Þá mun Micha Moor ekki spila á hátíðinni í kvöld þar sem hljómsveitin fékk enga flugmiða frá tónleikahöldurum, að því er segir á Twitter-síðu sveitarinnar. „Við áttum að fá fyrirgramgreiðslu áður en við stigum á svið. Það var forsenda þess að við myndum spila og eitthvað sem var búið að semja um löngu áður. Ég kom fyrr á staðinn til að klára þetta mál en tónleikahaldararnir létu aldrei sjá sig,“ segir Franz Gunnarsson, gítarleikari í Ensíma. Skálmöld og Pétur Ben spiluðu en Sign og Ensími pökkuðu hins vegar saman og fóru heim. „Þetta var allt mjög sérstakt,“ segir Franz. „Engin gæsla á svæðinu; engin ljós og engin aðstaða fyrir tónlistarmenn svo við þurftum að hýrast þarna í skítakulda. Við biðum og biðum eftir forsvarsmönnum hátíðarinnar en þegar þeir létu ekki sjá sig svo við pökkuðum saman og fórum.“ Að sögn Franz höfðu Skálmaldarmenn ekki samið um fyrirframgreiðslu eins og hinar sveitirnar og því hafi þeir spilað. Töluverðrar óánægju virðist gæta meðal tónleikagesta ef marka má umræður á Facebook. Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir að dagskráin hafi riðlast þar sem danska sveitin Outlandis hafi lent án farangurs. Hljóðfærin hafi ekki farið með í vélina og því hafi dagskráin riðlast um tæpa tvo tíma. „Dagskráin í Reykjaneshöll átti að vera frá 7 til 11 en varð frá 8.30 til 1.30. Við gátum ekki seinkað dagskránni í tjöldunum. Á þeim tíma þegar allt átti að vera í gangi í tjöldunum voru allir í höllinni. Böndin í tjaldinu voru augljóslega ekki sátt við það. Þau vilja eðlilega ekki spila fyrir fimm áhorfendur en það voru mörg þúsund manns í höllinni. Það er lítið sem við getum gert. Við höldum okkar striki - erum með rosalega flotta dagskrá í kvöld og á morgun. En ástæðan fyrir þessu er að búnaður Outlandish kom ekki. Það er engum að kenna,“ segir Óli Geir sem lýsir nóttinni sem einni þeirri erfiðustu sem hann hefur lifað. „Einhverjir eru ósáttir en það er bara ekkert sem við getum gert í því nema haldið okkar striki og reynt að færa fólkinu góða hátíð.“ Uppfært kl. 11.31: Leiðrétting. Pétur Ben mun hafa komið fram í Tuborg-tjaldinu í gær.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira