Viðskipti erlent

Lettar fá grænt ljós á evruna

Evrópski seðlabankinn sendi frá sér tilkynningu í dag um að Lettland uppfyllir allar þær efnahagskröfur sem gerðar eru til ríkja sem vilja taka upp evruna.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að í tilkynningunni sé þó að finna varnaðarorð um að vandi steðji enn að hagkerfi landsins og eru stjórnvöld í Lettlandi því hvött til að slaka ekki á klónni í fjármálum sínum.

Lettar vonast til þess að taka evruna formlega upp sem gjaldmiðil þann 1. Janúar n.k. þrátt fyrir þá skuldakreppu sem enn hrjáir evrusvæðið.

Reiknað er með að seinnipartinn í dag muni framkvæmdastjórn ESB taka afstöðu til hvort hún mælir með því við aðildarríki sambandsins að þau samþykki evruna fyrir Letta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×