Handbolti

Fjalla um kærustur íslenskra leikmanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hluti þeirra stelpna sem fjallað hefur verið um.
Hluti þeirra stelpna sem fjallað hefur verið um. Mynd/Samsett

Handboltavefurinn Fimmeinn.is hefur bryddað upp á nýjung í íslenskri íþróttaumfjöllun. Þar er vikulega fjallað um um kærustur íslenskra handboltamanna og fylgja oftar en ekki myndir af kærustunum fáklæddum.

Liðurinn ber heitið KOK vikunnar en KOK er sögð skammstöfun fyrir konur og kærustur. Hann hóf göngu sína í byrjun maí og hefur síðan þá verið fjallað um betri helminga á hverjum þriðjudegi. Í eitt skiptið voru slegnar tvær flugur í einu höggi þegar tvíburarnir Dröfn og Bylgja Haraldsdætur voru teknar fyrir.

Nýjasta kærastan sem fjallað er um Hildur Karen Jóhannsdóttir. Kærasti hennar er Gunnar Malmquist sem nýverið gekk til liðs við Akureyri frá Val.

„Gunnar er ekki bara að standa sig vel innan vallar heldur er hann að skora hátt utan vallar líka," segir í umfjöllun vefsins um Hildi Karen.

Hildur Karen spilar handbolta með kvennaliði Fylkis. Hún hefur verið í landsliði Íslands 19 ára og yngri.

Á Fimmeinn.is kemur fram að þær kærustur sem fjallað sé um séu valdar eftir ábendingum sem berist í tölvupósti. Í umfjöllun um Dröfn og Bylgju Haraldsdætur segir að þær hafi gefið leyfi fyrir umfjöllun. Hjá öðrum kærustum kemur það ekki fram.

Uppfært: Arnar Gauti Grettisson, eigandi síðunnar, segir í viðtali við Vísi reikna með því að kærusturnar séu ekki sáttar við að birtar séu myndir af þeim í bíkini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×