Viðskipti erlent

Krumpaði kötturinn fær eigin Hollywood mynd

Ákveðið hefur verið að gera Hollywood mynd um Krumpaða köttinn eða Grumpy Cat en þessi köttur hefur verið eitt allra vinsælasta gæludýrið á netsíðum eins og Facebook og YouTube undanfarið ár.

Á Facebook fylgjast um tvær milljónir manna með þessum ketti í hverri viku og síða hans þar hefur fengið yfir 930.000 "líkar þetta". Á YouTube eru um 120.000 manns áskrifendur að sérstakri rás með Krumpaða kettinum og um 20 milljónir manna hafa séð myndskeið með honum þar.

Það er kvikmyndaframleiðandinn Broken Road sem gera mun myndina um Krumpaða köttinn en ætlunin er að hún verði í stíl við kvikmyndir með öðrum heimsfrægum ketti, það er Garfield eða Gretti.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×