Fækkun kaupmála kemur við kaunin á dönskum konum 3. júní 2013 09:41 Kaupmálum milli hjóna í Danmörku hefur snarfækkað á síðustu árum en slíkt kemur aðallega við kaunin á konum, að því er segir í frétt á vefsíðu börsen. Konurnar séu í hættu á að þurfa að herða verulega sultarólar sínar einkum þegar kemur að ellinni. Í fyrra voru gerðir tæplega 8.800 kaupmálar í Danmörku. Til samanburðar voru þeir tæplega 19.000 talsins árið 2006. Þetta kemur fram í úttekt á vegum Danica Pension. Jens Christian Nielsen aðalhagfræðingur hjá Danica Pension segir að þessi þróun veki áhyggjur. „Vandamálið sem kemur upp við skilnað þegar kaupmáli er ekki til staðar er að annað hjónanna tekur til sín stærri hlut af lífeyrissparnaðinum,“ segir Nielsen. „Í raun þýðir þetta að þeir sem hafa það best fá lífeyrir sem endurspeglar líf þeirra fram að því en hinn aðilinn sér fram á líf í ellinni á öðru farrými með mun minni lífeyrisgreiðslur.“ Ástæðan fyrir þessu er lagabreyting sem gerð var árið 2007 en hún kvað á um að lífeyrissparnaði hjóna væri ekki skipt upp til helminga við skilnað heldur hélt hvort hjónanna um sig sínum sparnaði. Þetta kemur einkum niður á konum, að því er segir í úttekt Danica Pension. „Í mörgum hjónaböndum er munur á tekjum karlsins og konunnar. Þetta á ekki aðeins við um almenn laun heldur einnig hluti eins og fæðingarorlof,“ segir Nielsen. „Munurinn kemur oft fram í lífeyrissparnaðinum þar sem annað hjónanna er með töluvert meiri sparnað en hitt.“ Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kaupmálum milli hjóna í Danmörku hefur snarfækkað á síðustu árum en slíkt kemur aðallega við kaunin á konum, að því er segir í frétt á vefsíðu börsen. Konurnar séu í hættu á að þurfa að herða verulega sultarólar sínar einkum þegar kemur að ellinni. Í fyrra voru gerðir tæplega 8.800 kaupmálar í Danmörku. Til samanburðar voru þeir tæplega 19.000 talsins árið 2006. Þetta kemur fram í úttekt á vegum Danica Pension. Jens Christian Nielsen aðalhagfræðingur hjá Danica Pension segir að þessi þróun veki áhyggjur. „Vandamálið sem kemur upp við skilnað þegar kaupmáli er ekki til staðar er að annað hjónanna tekur til sín stærri hlut af lífeyrissparnaðinum,“ segir Nielsen. „Í raun þýðir þetta að þeir sem hafa það best fá lífeyrir sem endurspeglar líf þeirra fram að því en hinn aðilinn sér fram á líf í ellinni á öðru farrými með mun minni lífeyrisgreiðslur.“ Ástæðan fyrir þessu er lagabreyting sem gerð var árið 2007 en hún kvað á um að lífeyrissparnaði hjóna væri ekki skipt upp til helminga við skilnað heldur hélt hvort hjónanna um sig sínum sparnaði. Þetta kemur einkum niður á konum, að því er segir í úttekt Danica Pension. „Í mörgum hjónaböndum er munur á tekjum karlsins og konunnar. Þetta á ekki aðeins við um almenn laun heldur einnig hluti eins og fæðingarorlof,“ segir Nielsen. „Munurinn kemur oft fram í lífeyrissparnaðinum þar sem annað hjónanna er með töluvert meiri sparnað en hitt.“
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur