Viðskipti erlent

Fyrrum forstjóri MI5 í stjórn HSBC

Sir Jonathan Evans fyrrum forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5 hefur verið skipaður í stjórn HSBC bankans. Hann mun einnig taka sæti í sérstakri nefnd innan bankans sem á að berjast gegn fjármálaglæpum.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að Evans muni fá árslaun upp á 125.000 pund eða um 23 milljónir kr., en hann þarf aðeins að mæta í þessa vinnu 40 daga á ári.

Nefndin sem Evans tekur sæti í var sett á laggirnar eftir að HSBC var sektaður um 2 milljarða dollara fyrir peningaþvætti og aðra fjármálaglæpi. Í nefndinni eiga m.a. sæti Dave Hartnett fyrrum ríkisskattstjóri Bretlands og Jim Corney fyrrum aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna.

Evans sem er 55 ára gamall lét af störfum hjá MI5 í lok apríl s.l. eftir að hafa starfað í 33 ár hjá leyniþjónustunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×