Hamburg Evrópumeistari í fyrsta sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2013 18:08 Hans Lindberg skoraði sex mörk fyrir Hamburg í dag. Nordic Photos / Getty Images Þýska liðið Hamburg varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir að hafa unnið sætan sigur á Barcelona í framlengdum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln, 30-29. Hamburg kom öllum að óvörum um helgina með því að leggja Kiel að velli í undanúrslitunum í gær. Kiel var ríkjandi meistari og stefndi að því að vinna þrennuna, annað árið í röð. Liðið hefur áður orðið Evrópumeistari bikarhafa en þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur Meistaradeildina. Hamburg hafði þrívegis áður komist í undanúrslit en aldrei komist í úrslitaleikinn fyrr en nú. Johannes Bitter átti stórleik í marki Hamburg og varði sautján skot. Hann varði oft á ögurstundu og sá til þess að Barcelona tókst ekki að jafna muninn í lok framlengingarinnar. Hans Lindberg og Michael Kraus skoruðu sex mörk hvor fyrir Hamburg en Siarhei Rutenka átta fyrir Barcelona. Victor Tomas kom næstur með sjö mörk. Jafnræði var með liðunum framan af en Börsungar leiddu þó með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Hamburg virtist svo ætla að sigla öruggum sigri í höfn er liðið skoraði fjögur mörk í röð þegar lítið var eftir af leiknum. Barcelona svaraði með fjórum mörkum og var staðan jöfn, 25-25, þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Hans Lindberg lét svo verja frá sér þegar hálf mínúta var eftir og Barcelona hélt í sókn. Liðið fékk aukakast á lokasekúndunum en Bitter varði skot Rutenka. Því þurfti að framlengja leikinn. Hamburg byrjaði betur í framlengingunni og komst tveimur mörkum yfir. En aftur náði Barcelona að svara fyrir sig og hleypa mikilli spennu í lokamínúturnar. Lindberg kom svo Hamburg yfir, 30-29, með marki úr vítakasti og Bitter varði svo úr dauðafæri Börsunga þegar mínúta var eftir. Hamburg fór þó illa að ráði sínu í næstu sókn og Barcelona fékk boltann þegar 40 sekúndur voru eftir. Bitter varði þá aftur úr algjöru dauðafæri en Barcelona náði frákastinu. Daniel Sarmiento tók erfitt skot á lokasekúndunum en skotið fór yfir. Aukakast var dæmt en Rutenka skaut í varnarvegginn. Hamburg fagnaði því sigri í Meistaradeildinni en Börsungar máttu sætta sig við silfrið í þetta sinn. Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira
Þýska liðið Hamburg varð í dag Evrópumeistari í handbolta eftir að hafa unnið sætan sigur á Barcelona í framlengdum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Köln, 30-29. Hamburg kom öllum að óvörum um helgina með því að leggja Kiel að velli í undanúrslitunum í gær. Kiel var ríkjandi meistari og stefndi að því að vinna þrennuna, annað árið í röð. Liðið hefur áður orðið Evrópumeistari bikarhafa en þetta er í fyrsta sinn sem liðið vinnur Meistaradeildina. Hamburg hafði þrívegis áður komist í undanúrslit en aldrei komist í úrslitaleikinn fyrr en nú. Johannes Bitter átti stórleik í marki Hamburg og varði sautján skot. Hann varði oft á ögurstundu og sá til þess að Barcelona tókst ekki að jafna muninn í lok framlengingarinnar. Hans Lindberg og Michael Kraus skoruðu sex mörk hvor fyrir Hamburg en Siarhei Rutenka átta fyrir Barcelona. Victor Tomas kom næstur með sjö mörk. Jafnræði var með liðunum framan af en Börsungar leiddu þó með tveimur mörkum í hálfleik, 11-9. Hamburg virtist svo ætla að sigla öruggum sigri í höfn er liðið skoraði fjögur mörk í röð þegar lítið var eftir af leiknum. Barcelona svaraði með fjórum mörkum og var staðan jöfn, 25-25, þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Hans Lindberg lét svo verja frá sér þegar hálf mínúta var eftir og Barcelona hélt í sókn. Liðið fékk aukakast á lokasekúndunum en Bitter varði skot Rutenka. Því þurfti að framlengja leikinn. Hamburg byrjaði betur í framlengingunni og komst tveimur mörkum yfir. En aftur náði Barcelona að svara fyrir sig og hleypa mikilli spennu í lokamínúturnar. Lindberg kom svo Hamburg yfir, 30-29, með marki úr vítakasti og Bitter varði svo úr dauðafæri Börsunga þegar mínúta var eftir. Hamburg fór þó illa að ráði sínu í næstu sókn og Barcelona fékk boltann þegar 40 sekúndur voru eftir. Bitter varði þá aftur úr algjöru dauðafæri en Barcelona náði frákastinu. Daniel Sarmiento tók erfitt skot á lokasekúndunum en skotið fór yfir. Aukakast var dæmt en Rutenka skaut í varnarvegginn. Hamburg fagnaði því sigri í Meistaradeildinni en Börsungar máttu sætta sig við silfrið í þetta sinn.
Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Sjá meira