Íslenski boltinn

Grindavík aftur á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scott Ramsay í leik með Grindavík.
Scott Ramsay í leik með Grindavík. Mynd/Valli

Grindavík vann öruggan 4-1 sigur á Tindastóli í lokaleik fjórðu umferðar 1. deildar karla í dag.

Þar með komst liðið aftur á topp deildarinnar en liðið er með níu stig, rétt eins og Haukar og BÍ/Bolungarvík. Grindavík er þó með besta markahlutfallið en liðið hefur skorað tólf mörk en fengið á sig fjögur til þessa.

Stefán Þór Pálsson, Juraj Grizelj, Jóhann Helgason og Óli Baldur Bjarnason skoruðu mörk Grindavíkur en Atli Arnarson minnkaði muninn í 2-1 fyrir Tindastól í fyrri hálfleik.

Stólarnir eru í sjöunda sæti deildarinnar með fimm stig en þetta var fyrsti tapleikur liðsins á tímabilinu.

Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×