Handbolti

Stefnumótunarfundur með Óla Stef

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valsmenn hafa boðað til stefnumótunarfundar fyrir komandi leiktíð í handboltanum. Þar á að búa til skipulag til að koma handboltanum í Val í hæstu hæðir, eins og segir í tilkynningu frá Val.

Allir sem hafa áhuga á að koma að starfi handboltans í Val eru velkomnir á fundinn og er sérstaklega leitast við að fá fleiri konur í starfið.

Ólafur Stefánsson verður þjálfari meistaraflokks karla næstu tvö árin og verður notast við hans aðferðarfræði til að byggja upp alla flokka félagsins, bæði í karla- og kvennaflokki.

Eftir kveðjuleik Ólafs með íslenska landsliðinu sagðist hann vilja hafa áhrif á framtíð handboltans sem þjálfari.

„Ég ætla að færa handboltanum meiri gæði á allan hátt og það er hægt. Það er heilmikið svigrúm til að bæta handboltann,“ sagði Ólafur.

„Ekki nema örfáir þjálfarar í heiminum taka leikinn lengra. Hinir 95-96 prósent eru bara í einhverju tjóni - þeir eru að „casha inn“ og starfa bara á sjálfsstýringu. Það þarf að sparka í þá og auðvitað sjálfan sig líka - sýna að það er hægt að gera þennan leik betri,“ sagði Ólafur að lokum.

Fundurinn er í Vodafone-höllinni á fimmtudagskvöldið og hefst klukkan 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×