Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað tvo daga í röð. Í dag hefur verðið lækkað um rúmt prósent miðað við gærdaginn og gildir það bæði um Brent olíuna og bandarísku léttolíuna.

Sem stendur er kostar tunnan af Brent olíunni 102,7 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni kostar 94,5 dollara.

Í frétt um málið á vefsíðunni investing.com segir að fjárfestar séu að bíða eftir nýjum tölum um olíubirgðir Bandaríkjanna sem birtar verða seinna í dag. Búist er við að þær tölur sýni áframhaldandi aukningu á birgðunum.

Þá hefur það einnig haft áhrif til lækkunar á Brent olíunni að afhending á olíu frá Buzzard svæðinu í Norðursjó er komin á fullt að nýju. Miklar truflanir hafa verið á olíuflutningum frá svæðinu vegna tæknilegra vandamála undanfarna sjö daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×