Hamilton fremstur á heimavelli 29. júní 2013 13:19 Hamilton setti Mercedes-bílinn á ráspól í sólinni í dag. Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone-brautinni á morgun þegar Formúlu 1-kappaksturinn fer þar fram. Hamilton var mun fljótari en liðsfélagi sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, en sá ók heilum 0,4 sekúndum hægar um brautina en Hamilton. Sebastian Vettel leiðir heimsmeistaramótið en hann náði aðeins þriðja besta tíma í Red Bull-bíl sínum. Tímatakan gaf góð merki um að Mercedes gæti átt séns á sigri í breska kappakstrinum á kosnað Red Bull en Pirelli-dekkjaframleiðandinn hefur valið harðari dekkjagerðir en búist var við. Það gæti hjálpað Hamilton og Rosberg. "Það verður tvímælalaust erfitt fyrir okkur að halda Sebastian fyrir aftan okkur," sagði Hamilton. "En við gerum auðvitað okkar besta." Mark Webber, ökuþór Red Bull sem sagði upp á miðvikudaginn, ræsir fjórði á eftir liðsfélaga sínum. Skotinn Paul di Resta sló liðsfélaga sínum við hjá Force India og ræsir fimmti. Adrian Sutil verður sjöundi. Óvænta stjarna dagsins var Daniel Ricciardo hjá Toro Rosso. Hann og liðsfélaginn Jean-Eric Vergne hafa verið í fluggír alla helgina enda verða þeir að sanna sig gagnvart Red Bull-liðinu vilji þeir fá sæti Webbers á næsta ári. Ricciardo ræsir sjötti í kappakstrinum á morgun. Toro Rosso hefur aldrei staðið sig vel á Silverstone áður. Ferrari, Lotus og McLaren voru í vandræðum í tímatökunum og náðu ekki að halda í við Mercedes og Red Bull. Alonso ræsir aðeins tíundi á eftir Kimi Raikkönen í Lotus. Jenson Button þurfti að sætta sig við að komast ekki upp úr annari lotu tímatökunnar og ræsir ellefti á undan Felipe Massa í Ferrari-bílnum. Sergio Perez verður fjórtándi. Williams-liðið tekur þátt í 600. kappakstri sínum um helgina en þrátt fyrir þá ótrúlegu reynslu eru þeir aðeins í sextánda og sautjánda sæti. Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól á Silverstone-brautinni á morgun þegar Formúlu 1-kappaksturinn fer þar fram. Hamilton var mun fljótari en liðsfélagi sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, en sá ók heilum 0,4 sekúndum hægar um brautina en Hamilton. Sebastian Vettel leiðir heimsmeistaramótið en hann náði aðeins þriðja besta tíma í Red Bull-bíl sínum. Tímatakan gaf góð merki um að Mercedes gæti átt séns á sigri í breska kappakstrinum á kosnað Red Bull en Pirelli-dekkjaframleiðandinn hefur valið harðari dekkjagerðir en búist var við. Það gæti hjálpað Hamilton og Rosberg. "Það verður tvímælalaust erfitt fyrir okkur að halda Sebastian fyrir aftan okkur," sagði Hamilton. "En við gerum auðvitað okkar besta." Mark Webber, ökuþór Red Bull sem sagði upp á miðvikudaginn, ræsir fjórði á eftir liðsfélaga sínum. Skotinn Paul di Resta sló liðsfélaga sínum við hjá Force India og ræsir fimmti. Adrian Sutil verður sjöundi. Óvænta stjarna dagsins var Daniel Ricciardo hjá Toro Rosso. Hann og liðsfélaginn Jean-Eric Vergne hafa verið í fluggír alla helgina enda verða þeir að sanna sig gagnvart Red Bull-liðinu vilji þeir fá sæti Webbers á næsta ári. Ricciardo ræsir sjötti í kappakstrinum á morgun. Toro Rosso hefur aldrei staðið sig vel á Silverstone áður. Ferrari, Lotus og McLaren voru í vandræðum í tímatökunum og náðu ekki að halda í við Mercedes og Red Bull. Alonso ræsir aðeins tíundi á eftir Kimi Raikkönen í Lotus. Jenson Button þurfti að sætta sig við að komast ekki upp úr annari lotu tímatökunnar og ræsir ellefti á undan Felipe Massa í Ferrari-bílnum. Sergio Perez verður fjórtándi. Williams-liðið tekur þátt í 600. kappakstri sínum um helgina en þrátt fyrir þá ótrúlegu reynslu eru þeir aðeins í sextánda og sautjánda sæti.
Formúla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira