Hernandez bendlaður við tvöfalt morð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2013 23:30 Aaron Hernandez eftir handtökuna í gær. Mynd/AP NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez virðist eiga langa fangelsisvist fyrir höndum en hann var í gær ákærður fyrir morð. Hernandez var rekinn frá liði sínu, New England Patriots, skömmu eftir að hann var handtekinn í gær en hann hefur verið einn af allra bestu innherjum deildarinnar. Í dag greindu svo bandarískir fjölmiðlar frá því að lögreglan væri að kanna mögulegan þátt Hernandez í máli þar sem tveir voru myrtir í Boston á síðasta ári. Málið er enn óupplýst en þrír menn urðu þá fyrir skotárás úr bíl á ferð. Tveir létust samstundis en sá þriðji komst af. Lögreglan í Boston hefur neitað að upplýsa hvort að Hernandez sé grunaður um verknaðinn en fjölmiðlar ytra greina frá því að málin tvö séu mögulega tengd. Í síðustu viku fannst hinn 27 ára gamli Odin Lloyd látinn skammt frá heimili Hernandez. Fljótlega beindist rannsókn lögreglunnar að Hernandez sem taldist vinur Lloyd. Hernandez var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum sem honum voru birtar. Dómari neitaði að láta hann lausan gegn tryggingu og sagði saksóknara hafa sterkt mál í höndunum. Saksóknari heldur því fram að Hernandez hafi ásamt tveimur öðrum sótt Lloyd á heimili sitt og keyrt með hann á mannlaust byggingarsvæði. Þar mun Hernandez hafa skotið Lloyd til bana og myrt hann af yfirlögðu ráði. Lloyd mun mögulega hafa búið yfir vitneskju um áðurnefnda skotárás sem átti sér stað, eftir því sem kemur fram í fréttaflutningi ytra. Enn fremur sást til Hernandez í slagsmálum á næturklúbbi í Boston aðeins fáeinum klukkustundum áður en skotárásin átti sér stað skammt undan. NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez virðist eiga langa fangelsisvist fyrir höndum en hann var í gær ákærður fyrir morð. Hernandez var rekinn frá liði sínu, New England Patriots, skömmu eftir að hann var handtekinn í gær en hann hefur verið einn af allra bestu innherjum deildarinnar. Í dag greindu svo bandarískir fjölmiðlar frá því að lögreglan væri að kanna mögulegan þátt Hernandez í máli þar sem tveir voru myrtir í Boston á síðasta ári. Málið er enn óupplýst en þrír menn urðu þá fyrir skotárás úr bíl á ferð. Tveir létust samstundis en sá þriðji komst af. Lögreglan í Boston hefur neitað að upplýsa hvort að Hernandez sé grunaður um verknaðinn en fjölmiðlar ytra greina frá því að málin tvö séu mögulega tengd. Í síðustu viku fannst hinn 27 ára gamli Odin Lloyd látinn skammt frá heimili Hernandez. Fljótlega beindist rannsókn lögreglunnar að Hernandez sem taldist vinur Lloyd. Hernandez var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum sem honum voru birtar. Dómari neitaði að láta hann lausan gegn tryggingu og sagði saksóknara hafa sterkt mál í höndunum. Saksóknari heldur því fram að Hernandez hafi ásamt tveimur öðrum sótt Lloyd á heimili sitt og keyrt með hann á mannlaust byggingarsvæði. Þar mun Hernandez hafa skotið Lloyd til bana og myrt hann af yfirlögðu ráði. Lloyd mun mögulega hafa búið yfir vitneskju um áðurnefnda skotárás sem átti sér stað, eftir því sem kemur fram í fréttaflutningi ytra. Enn fremur sást til Hernandez í slagsmálum á næturklúbbi í Boston aðeins fáeinum klukkustundum áður en skotárásin átti sér stað skammt undan.
NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sjá meira