Aaron Spear og Ragnar Pétursson voru reknir af velli í 3-0 tapi ÍBV gegn KR í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi.
Spear var vikið af velli á 34. mínútu eftir samskipti við Gunnar Þór Gunnarsson, vinstri bakvörð KR. Englendingurinn ýtti við Gunnari Þór sem féll til jarðar og var niðurstaða Magnúsar Þórissonar dómara rautt spjald á Spear.
Markalaust var á Hásteinsvelli þar til á 73. mínútu. Þá skoraði Óskar Örn Hauksson eftir aukaspyrnu og þremur mínútum síðar skoraði Kjartan Henry Finnbogason með föstu vinstrifótarskoti.
Kjartan Henry, sem er kominn á fulla ferð eftir langvinn meiðsli, skoraði glæsilegasta mark leiksins skömmu síðar eftir frábæra boltameðferð.
Varamaðurinn Ragnar Pétursson fékk svo rautt spjald fyrir brot á Gunnari Þór undir lokin en Eyjamenn voru allt annað en sáttir við dómgæsluna í Eyjum.
Eftir stendur að KR-ingar eru komnir í undanúrslit líkt og Breiðablik og Stjarnan. Grótta og Fram mætast í lokaleik átta liða úrslitanna á Seltjarnarnesi í kvöld.
Rauðu spjöldin í Eyjum og mörk KR-inga
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti



Mark Martinez lyfti Inter á toppinn
Fótbolti


Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn

„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn


Sigurlíkur Liverpool minnkuðu
Fótbolti