Andy Murray tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Wimbledon-mótsins í tennis en þetta verður annað árið í röð sem þessi 26 ára gamli Skoti spilar til úrslita á þessu virta móti. Murray sló Jerzy Janowicz frá Póllandi út í undanúrslitunum og mætir Novak Djokovic í úrslitaleiknum.
Andy Murray segist hafa spjallað við Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester UNited, fyrir undanúrslitaleikinn og þakkaði hann landa sínum fyrir góð ráð.
„Hann gaf mér góð ráð um hvernig væri best að ráða við pressu og vinna með væntingar. Það er eins og komast í gullryk að fá slíkt tækifæri. Ég vil samt ekki greina meira frá því sem fór okkar á milli enda sagði hann mér margt í trúnaði," sagði Andy Murray í viðtali í The Independent.
Murray þakkaði Sir Alex fyrir góð ráð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti


„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn