"Við breytum ekki vatni í vín" Eyþór Atli Einarsson skrifar 26. júlí 2013 21:40 Mynd/Ernir „Það er engin spurning að það eru mikil vonbrigði að detta út úr bikarnum.“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir tap sinna kvenna í Borgunarbikarnum í kvöld. „Ég vil engu að síður óska Þór/KA til hamingju. Mér fannst við engu að síður taka leikinn yfir í síðari hálfleik. Frá sextugustu mínútu fannst mér við vera að fara að taka þetta.“ sagði Láki, en þeirra helsti markaskorari Harpa Þorsteinsdóttir var í leikbanni í dag. Megan Lindsey nýr leikmaður Stjörnunnar kom inn í liðið í stað Hörpu. „Við söknuðum klárlega Hörpu, það er ekki hægt að neita því. Við vorum svona hálf framherjalausar og sköpuðum okkur ekki mikið af færum. Harpa er búin að skora og búa til mikið af mörkum. Við breytum ekki vatni í vín.“ „Hún(Megan) er ekki tilbúin í meira. Hefur ekki spilað lengi og mun hjálpa okkur þegar líður á mótið.“ Þorlákur var ekki sáttur með sína leikmenn sem spiluðu, eða spiluðu ekki, á Evrópumótinu og taldi að þeir sem eftir voru á Íslandi væru í betra standi en þeir sem út fóru. „Við erum frekar ryðgaðar eftir fríið. Við spiluðum einhverja æfingaleiki en við erum með fimm leikmenn í Svíþjóð og þrír af þeim sátu á rassgatinu allan tímann og hinir tveir voru ekki byrjunarliðsmenn þannig séð. Það er stór biti. fimm af ellefu.“ Ég segi ekki allar séu þær í verra standi en þetta er á ábyrgð leikmanna. Það að fara á úrslitakeppni EM og koma í verra formi heim er til háborinnar skammar. Það er engin spurning að þeir sem eru búnir að vera að æfa hérna á fullu eru í fínu standi.“ „Það tapa öll lið leikjum. Við þurfum að vera andskoti lélegar til þess að tapa leikjum og við sýndum það hérna í dag. Við förum í alla leiki til að vinna þá. Mér fannst Þór/KA eiga þetta skilið. Við bara fundum engar lausnir í dag.“ sagði Þorlákur vonsvikinn að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Skalli Söndru sá um Stjörnuna Sandra María Jessen skoraði eina mark Þórs/KA sem vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2013 12:28 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Það er engin spurning að það eru mikil vonbrigði að detta út úr bikarnum.“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir tap sinna kvenna í Borgunarbikarnum í kvöld. „Ég vil engu að síður óska Þór/KA til hamingju. Mér fannst við engu að síður taka leikinn yfir í síðari hálfleik. Frá sextugustu mínútu fannst mér við vera að fara að taka þetta.“ sagði Láki, en þeirra helsti markaskorari Harpa Þorsteinsdóttir var í leikbanni í dag. Megan Lindsey nýr leikmaður Stjörnunnar kom inn í liðið í stað Hörpu. „Við söknuðum klárlega Hörpu, það er ekki hægt að neita því. Við vorum svona hálf framherjalausar og sköpuðum okkur ekki mikið af færum. Harpa er búin að skora og búa til mikið af mörkum. Við breytum ekki vatni í vín.“ „Hún(Megan) er ekki tilbúin í meira. Hefur ekki spilað lengi og mun hjálpa okkur þegar líður á mótið.“ Þorlákur var ekki sáttur með sína leikmenn sem spiluðu, eða spiluðu ekki, á Evrópumótinu og taldi að þeir sem eftir voru á Íslandi væru í betra standi en þeir sem út fóru. „Við erum frekar ryðgaðar eftir fríið. Við spiluðum einhverja æfingaleiki en við erum með fimm leikmenn í Svíþjóð og þrír af þeim sátu á rassgatinu allan tímann og hinir tveir voru ekki byrjunarliðsmenn þannig séð. Það er stór biti. fimm af ellefu.“ Ég segi ekki allar séu þær í verra standi en þetta er á ábyrgð leikmanna. Það að fara á úrslitakeppni EM og koma í verra formi heim er til háborinnar skammar. Það er engin spurning að þeir sem eru búnir að vera að æfa hérna á fullu eru í fínu standi.“ „Það tapa öll lið leikjum. Við þurfum að vera andskoti lélegar til þess að tapa leikjum og við sýndum það hérna í dag. Við förum í alla leiki til að vinna þá. Mér fannst Þór/KA eiga þetta skilið. Við bara fundum engar lausnir í dag.“ sagði Þorlákur vonsvikinn að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Skalli Söndru sá um Stjörnuna Sandra María Jessen skoraði eina mark Þórs/KA sem vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2013 12:28 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Skalli Söndru sá um Stjörnuna Sandra María Jessen skoraði eina mark Þórs/KA sem vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2013 12:28