Vigdís Hauks segir Standard & Poor's með inngrip í innanríkismál Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2013 16:36 Vigdís Hauksdóttir telur aðfinnslur Standard & Poors vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis segir breytingar Standard og Poor's á lánshæfishorfum ríkissjóðs vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Stjórnvöld muni ekki beygja sig fyrir slíkum afskiptum sem sett séu fram til að hafa áhrif á uppgjör gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa í tengslum við aðgerðir vegna skulda heimilanna. En Standard & Poors breytti lánshæfishorfum ríkissjóðs í dag úr stöðugum í neikvæðar, þar sem fyrirtækið telur að lækkun verðtryggðra skulda heimilanna eins og ríkisstjórnin boði muni auka skuldir ríkissjóðs og tefja afnám gjaldeyrishafta. „Ég tel þetta vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Þetta er ákveðin hótun sem felst í þessu. En skuldaleiðréttingarleið Framsóknarflokksins er alveg skýr. Þetta á ekki að lenda á ríkissjóði heldur koma úr nauðasamningum við föllnu bankana,“ segir Vigdís. Vigdís segir Standard & Poor's augljóslega leggjast á sveif með erlendum kröfuhöfum í kröfum þeirra á þrotabú föllnu bankanna með þessari aðgerð sinni, sem óttist að fá kröfur sínar ekki greiddar að fullu. Hún óttist því ekki að þær forsendur sem Standard & Poors gefi sér um að ríkissjóður taki á sig stórar skuldir af einkaaðilum við þessar aðgerðir fyrir heimilin. „Nei, það virðast allar klær vera úti til að ná sem mestu út úr þessum þrotabúum og þetta er bara afleiðing af því, nú þegar þetta matsfyrirtæki leggst á sveif með erlendu kröfuhöfunum. Það er bara alveg klárt. Það er greinilega mikill ótti í gangi gagnvart þessari leið hjá kröfuhöfunum. Það er staðan en við látum ekki beygja okkur undir það,“ segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis segir breytingar Standard og Poor's á lánshæfishorfum ríkissjóðs vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Stjórnvöld muni ekki beygja sig fyrir slíkum afskiptum sem sett séu fram til að hafa áhrif á uppgjör gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa í tengslum við aðgerðir vegna skulda heimilanna. En Standard & Poors breytti lánshæfishorfum ríkissjóðs í dag úr stöðugum í neikvæðar, þar sem fyrirtækið telur að lækkun verðtryggðra skulda heimilanna eins og ríkisstjórnin boði muni auka skuldir ríkissjóðs og tefja afnám gjaldeyrishafta. „Ég tel þetta vera inngrip í innanríkismál Íslendinga. Þetta er ákveðin hótun sem felst í þessu. En skuldaleiðréttingarleið Framsóknarflokksins er alveg skýr. Þetta á ekki að lenda á ríkissjóði heldur koma úr nauðasamningum við föllnu bankana,“ segir Vigdís. Vigdís segir Standard & Poor's augljóslega leggjast á sveif með erlendum kröfuhöfum í kröfum þeirra á þrotabú föllnu bankanna með þessari aðgerð sinni, sem óttist að fá kröfur sínar ekki greiddar að fullu. Hún óttist því ekki að þær forsendur sem Standard & Poors gefi sér um að ríkissjóður taki á sig stórar skuldir af einkaaðilum við þessar aðgerðir fyrir heimilin. „Nei, það virðast allar klær vera úti til að ná sem mestu út úr þessum þrotabúum og þetta er bara afleiðing af því, nú þegar þetta matsfyrirtæki leggst á sveif með erlendu kröfuhöfunum. Það er bara alveg klárt. Það er greinilega mikill ótti í gangi gagnvart þessari leið hjá kröfuhöfunum. Það er staðan en við látum ekki beygja okkur undir það,“ segir formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira