„Þetta er rosalegasta áskorun sem ég hef tekist á við. Mig langar að reyna mig gegn þeim hröðustu í heimi og nú er tækifærið."
Þetta segir hlauparinn Chris Johnson hjá Tennessee Titans í NFL-deildinni. Í nóvember mun hlauparinn fótfrái reyna að hafa betur í kapphlaupi við blettatígur í sjónvarpsþætti National Geographic Wild.
Útherjinn Devin Hester hjá Chicago Bears ætlar sömuleiðis að spreyta sig en hlaupið verður sýnt í þættinum „Maður gegn blettatígri" í nóvember. Óhætt er að segja að Johnson ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur enda sýna rannsóknir að blettatígur geti náð allt að 100 km/klst hraða.
Johnson hefur hlaupið 40 jarda á 4,24 sekúndum sem svarar til 31,1 km/klst. Tíminn er sá hraðasti sem mælst hefur í mælingum á fótfráum NFL-köppum.
Chelsea
Wolves