Jón Arnór kemur inn í landsliðið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2013 10:44 Jón Arnór Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd / Anton „Ég kem inn í landsliðið núna,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, í samtali við Vísi. Ísland mætir Dönum í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag en liðið er nýkomið frá Kína þar sem liðið stóð sig með stakri prýði. Jón Arnór telur að Ísland eigi góða möguleika á því að komast á Evrópumótið. „Ég verð að koma mér í stand og fara spila körfubolta. Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig í vetur og því þurfti ég bara mína hvíld.“ Jón Arnór hefur verið að glíma við erfið meiðsli í mjöð undanfarna mánuði og þurfti hann meðal annars að hvílast í rúmlega mánuð á miðju tímabili hjá CAI Zaragoza. „Þetta þarf rosalega langan tíma og ég er ekki orðin alveg heill heilsu eins og staðan er í dag. Mig langar samt sem áður að taka þátt í þessum æfingaleikjum með landsliðinu, eftir það fer ég til Spánar og þá verður staðan endurmetin, hvað skal gera í framhaldinu af því.“ „Ég er með bólgur í mjöðminni sem leiðir niður í hné og hefur valdið mér miklum óþægindum. Það er ekki alveg komið í ljós hvað er að valda þessu en ég gef mér það að þetta séu ákveðin álagsmeiðsli.“ „Í vetur kom það nokkrum sinnum fyrir að það þurfti að sprauta mig fyrir leiki til að halda mér gangandi, en svo var tekinn sú ákvörðun að gefa mér mánaðar frí til að jafna mig.“ „Undanfarnar vikur hef ég verið í sjúkraþjálfun sem og í meðferð hjá Jóni Arnari [Magnússyni] sem hefur verið að rétta á mér allan skrokkinn,“ segir Jón Arnór en Jón Arnar Magnússon, fyrrum tugþrautakappi, starfar í dag sem kírópraktor. „Hann tók myndir af skrokknum á mér og hefur verið að rétta við á mér mjaðmagrindina og spjaldhrygginn en það kom í ljós að ég er töluvert skakkur.“ Íslenska landsliðið í körfubolta stóð sig frábærlega á sterku fjögurra liða móti í Kína á dögunum og hafnaði liðið í öðru sæti mótsins. Ísland bar sigur út býtum gegn Svartfjallalandi og Makedóníu en tapaði fyrir Kína. Ísland mætir Danmörku í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta danska lið er og veit lítið um leikmenn liðsins. Það verður myndbandsfundur hjá landsliðinu í síðar í dag og vonandi verð ég fróðari eftir hann.“ Ísland mun síðan mæta Rúmeníu og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í ágúst en undanfarin verkefni hafa verið til undirbúnings fyrir þá leiki. „Miðað við úrslitin hjá landsliðinu út í Kína eigum við virkilega góða möguleika á því að komast á Evrópumótið.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira
„Ég kem inn í landsliðið núna,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, í samtali við Vísi. Ísland mætir Dönum í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag en liðið er nýkomið frá Kína þar sem liðið stóð sig með stakri prýði. Jón Arnór telur að Ísland eigi góða möguleika á því að komast á Evrópumótið. „Ég verð að koma mér í stand og fara spila körfubolta. Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig í vetur og því þurfti ég bara mína hvíld.“ Jón Arnór hefur verið að glíma við erfið meiðsli í mjöð undanfarna mánuði og þurfti hann meðal annars að hvílast í rúmlega mánuð á miðju tímabili hjá CAI Zaragoza. „Þetta þarf rosalega langan tíma og ég er ekki orðin alveg heill heilsu eins og staðan er í dag. Mig langar samt sem áður að taka þátt í þessum æfingaleikjum með landsliðinu, eftir það fer ég til Spánar og þá verður staðan endurmetin, hvað skal gera í framhaldinu af því.“ „Ég er með bólgur í mjöðminni sem leiðir niður í hné og hefur valdið mér miklum óþægindum. Það er ekki alveg komið í ljós hvað er að valda þessu en ég gef mér það að þetta séu ákveðin álagsmeiðsli.“ „Í vetur kom það nokkrum sinnum fyrir að það þurfti að sprauta mig fyrir leiki til að halda mér gangandi, en svo var tekinn sú ákvörðun að gefa mér mánaðar frí til að jafna mig.“ „Undanfarnar vikur hef ég verið í sjúkraþjálfun sem og í meðferð hjá Jóni Arnari [Magnússyni] sem hefur verið að rétta á mér allan skrokkinn,“ segir Jón Arnór en Jón Arnar Magnússon, fyrrum tugþrautakappi, starfar í dag sem kírópraktor. „Hann tók myndir af skrokknum á mér og hefur verið að rétta við á mér mjaðmagrindina og spjaldhrygginn en það kom í ljós að ég er töluvert skakkur.“ Íslenska landsliðið í körfubolta stóð sig frábærlega á sterku fjögurra liða móti í Kína á dögunum og hafnaði liðið í öðru sæti mótsins. Ísland bar sigur út býtum gegn Svartfjallalandi og Makedóníu en tapaði fyrir Kína. Ísland mætir Danmörku í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta danska lið er og veit lítið um leikmenn liðsins. Það verður myndbandsfundur hjá landsliðinu í síðar í dag og vonandi verð ég fróðari eftir hann.“ Ísland mun síðan mæta Rúmeníu og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í ágúst en undanfarin verkefni hafa verið til undirbúnings fyrir þá leiki. „Miðað við úrslitin hjá landsliðinu út í Kína eigum við virkilega góða möguleika á því að komast á Evrópumótið.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira