Flugmaðurinn enn á sjúkrahúsi Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2013 19:07 Flugmaður Mýflugs sem lifði af flugslysið á Akureyri er enn til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en er ekki í lífshættu. Áætlun liggur fyrir um útskrift hans af sjúkrahúsinu, að sögn eiginkonu hans. Flugmaðurinn sem lifði flugslysið af er talsvert slasaður og er á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Talið er nær kraftaverki líkast að maðurinn hafi lifað slysið af. Slapp við beinbrot Fréttastofa náði tali af konu hans í dag en hún var stödd hjá honum á sjúkrahúsinu þar sem honum er nú hjúkrað til heilsu. Hún sagði að hann væri enn slasaður og gert væri að meiðslum hans, en vildi ekki fara nanar út í þau. Fram hefur komið að maðurinn er óbrotinn. Kona hans sagði að læknar hefðu þegar gert áætlun um útskrift hans af sjúkrahúsinu en var ekki tilbúinn að greina frá því hvenær það yrði. Hvorki hún né maðurinn hennar myndu ræða við fjölmiðla um málið á næstunni. Bæði vegna aðstæðna og af virðingu við hina látnu. Af tillitssemi við fjölskyldu flugmannsins verður ekki greint frá nafni hans eða konu hans, að svo stöddu að minnsta kosti. Hætti við lendinguEin af grundvallarspurningunum í tengslum við flugslysið sem er enn ósvarað er, hvað var vélin að gera á þessum slóðum, skömmu áður en slysið varð? En vélin hætti við lendingu á Akureyrarflugvelli skömmu fyrir slysið. Starfsmenn Mýflugs verjast allra frétta og vísa á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Sigurður B. Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, sagði í samtali við fréttastofu að ekki væri tímabært að vera með vangaveltur um það sem gerðist í aðdraganda slyssins. Hann vísaði á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefndinni sagði að þetta væri eitthvað sem rannsóknin yrði að leiða í ljós. Hann sagði að nefndin hefði aðeins lokið störfum á vettvangi. Hún ætti eftir að taka viðtöl við starfsmenn í flugturni og sjónarvotta. Eins og sést á myndum sem teknar voru í dag hafa öll ummerki um slysið verið hreinsuð en flak vélarinnar var flutt í gærkvöldi og er nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Fórnarlamba flugslyssins minnst Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. 7. ágúst 2013 10:31 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Flugmaður Mýflugs sem lifði af flugslysið á Akureyri er enn til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en er ekki í lífshættu. Áætlun liggur fyrir um útskrift hans af sjúkrahúsinu, að sögn eiginkonu hans. Flugmaðurinn sem lifði flugslysið af er talsvert slasaður og er á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Talið er nær kraftaverki líkast að maðurinn hafi lifað slysið af. Slapp við beinbrot Fréttastofa náði tali af konu hans í dag en hún var stödd hjá honum á sjúkrahúsinu þar sem honum er nú hjúkrað til heilsu. Hún sagði að hann væri enn slasaður og gert væri að meiðslum hans, en vildi ekki fara nanar út í þau. Fram hefur komið að maðurinn er óbrotinn. Kona hans sagði að læknar hefðu þegar gert áætlun um útskrift hans af sjúkrahúsinu en var ekki tilbúinn að greina frá því hvenær það yrði. Hvorki hún né maðurinn hennar myndu ræða við fjölmiðla um málið á næstunni. Bæði vegna aðstæðna og af virðingu við hina látnu. Af tillitssemi við fjölskyldu flugmannsins verður ekki greint frá nafni hans eða konu hans, að svo stöddu að minnsta kosti. Hætti við lendinguEin af grundvallarspurningunum í tengslum við flugslysið sem er enn ósvarað er, hvað var vélin að gera á þessum slóðum, skömmu áður en slysið varð? En vélin hætti við lendingu á Akureyrarflugvelli skömmu fyrir slysið. Starfsmenn Mýflugs verjast allra frétta og vísa á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Sigurður B. Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, sagði í samtali við fréttastofu að ekki væri tímabært að vera með vangaveltur um það sem gerðist í aðdraganda slyssins. Hann vísaði á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefndinni sagði að þetta væri eitthvað sem rannsóknin yrði að leiða í ljós. Hann sagði að nefndin hefði aðeins lokið störfum á vettvangi. Hún ætti eftir að taka viðtöl við starfsmenn í flugturni og sjónarvotta. Eins og sést á myndum sem teknar voru í dag hafa öll ummerki um slysið verið hreinsuð en flak vélarinnar var flutt í gærkvöldi og er nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Fórnarlamba flugslyssins minnst Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. 7. ágúst 2013 10:31 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00
Fórnarlamba flugslyssins minnst Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. 7. ágúst 2013 10:31
„Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13