Umfjöllun og viðtöl: FH - Austria Vín 0-0 | Draumur FH-inga úti Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 7. ágúst 2013 15:30 FH-ingar eru úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir markalaust jafntefli við austurríska liðið Austria Vín í Kaplakrika í dag. FH-ingum tókst ekki að ná inn markinu sem hefði tryggt þeim framlengingu en Austria-liðið er þar með komið áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefðu tryggt sér 540 milljónir íslenskra króna hefði þeim tekist að slá Austurríkismennina út og þeir fengu sko tækifærið til þess í þessum leik. FH léku meðal annars manni fleiri síðasta hálftímann í leiknum en Austurríkismenn bökkuðu aftar á völlinn og vörðu 1-0 forskot sitt frá því í fyrri leiknum í Vín. Það var skiljanlega nokkuð mikil taugaspenna í leikmönnum FH í upphafi leiks og voru heimamenn fyrstu tíu mínúturnar að slípa sinn leik en þegar leið á fyrri hálfleikinn fór leikur þeirra að batna. FH-ingar virkuðu afslappaðir og báru greinilega litla virðingu fyrir stórliðið Austria Vín. Gestirnir náðu ekki að skapa sér góð færi í fyrri hálfleiknum og eina færi FH var skalli Atla Guðnasonar sem fór nokkuð hátt yfir markið. FH var samt sem áður sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og því einvígið galopið eftir fyrstu 45 mínútur leiksins. FH-ingar gáfu fá færi á sér og voru alltaf hættulegir í skyndisóknum. Brynjar Ásgeir Guðmundsson fékk ágætt færi eftir eina slíka og í nokkur skipti vann FH-liðið aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem lítið kom úr. Kristján Gauti Emilsson fékk flott skallafæri eftir hornspyrnu en náði ekki að koma boltanum á markið og liðsmenn Austria Vín sköpuðu sér síðan gott skallafæri á 68. mínútu. Austurríkismenn misstu mann af velli á 61. mínútu þegar Markus Suttner fékk sitt annað gula spjald eftir viðskipti við Brynjar. FH-ingar pressuðu mikið manni fleiri en tókst ekki að ná markinu mikilvæga. Austurrísku leikmennirnir töfðu leikinn við hvert tækifæri og fögnuðu síðan gríðarlega þegar lokaflautið gall. Heimir: Leikmenn geta farið stoltir frá þessum leik„Ég er gríðarlega svekktur en mér fannst við eiga góðan möguleika á að vinna þennan leik í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við fengum tækifæri til þess að skora og koma okkur í góða stöðu og því er maður sérstaklega svekktur.“ „Mér fannst leikmenn Austria Vín ekki skapa sér næstum því eins mörg færi og í útileiknum og við náðum að mestu að loka á þeirra plön.“ „Við náðum að nýta okkur ákveðna veikleika sem er í vörninni hjá þeim, plássið milli miðju og varnar.“ „FH-liðið verður aldrei sakað um að reyna ekki eftir leikinn í dag. Við spiluðum virkilega vel í kvöld og menn geta verið stoltir eftir þennan leik.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan. Ólafur: Menn eru dofnir eftir svona úrslit„Við erum nokkuð svekktir eftir þennan leik og svolítill dofi yfir leikmannahópnum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, eftir leikinn í kvöld. „Leikskipulag okkar gekk upp og við gerðum í raun allt rétt þegar kom að liðsuppstillingunni en ákvarðanatökur leikmanna þegar komið var fram á síðasta þriðjung vallarins voru ekki nægilega góðar.“ „Við komumst í góða stöðu og menn náðu ekki að nýta sér hana nægilega vel, ég var ekki nægilega góður persónulega í mínum ákvarðanatökum.“ „Við höfðum alltaf trú á verkefninu og vissum það alveg fyrir leikinn að við ættum möguleika, annars hefðum við bara getað verið eftir heima og horft á leikinn í sjónvarpinu.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
FH-ingar eru úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir markalaust jafntefli við austurríska liðið Austria Vín í Kaplakrika í dag. FH-ingum tókst ekki að ná inn markinu sem hefði tryggt þeim framlengingu en Austria-liðið er þar með komið áfram í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. FH-ingar hefðu tryggt sér 540 milljónir íslenskra króna hefði þeim tekist að slá Austurríkismennina út og þeir fengu sko tækifærið til þess í þessum leik. FH léku meðal annars manni fleiri síðasta hálftímann í leiknum en Austurríkismenn bökkuðu aftar á völlinn og vörðu 1-0 forskot sitt frá því í fyrri leiknum í Vín. Það var skiljanlega nokkuð mikil taugaspenna í leikmönnum FH í upphafi leiks og voru heimamenn fyrstu tíu mínúturnar að slípa sinn leik en þegar leið á fyrri hálfleikinn fór leikur þeirra að batna. FH-ingar virkuðu afslappaðir og báru greinilega litla virðingu fyrir stórliðið Austria Vín. Gestirnir náðu ekki að skapa sér góð færi í fyrri hálfleiknum og eina færi FH var skalli Atla Guðnasonar sem fór nokkuð hátt yfir markið. FH var samt sem áður sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og því einvígið galopið eftir fyrstu 45 mínútur leiksins. FH-ingar gáfu fá færi á sér og voru alltaf hættulegir í skyndisóknum. Brynjar Ásgeir Guðmundsson fékk ágætt færi eftir eina slíka og í nokkur skipti vann FH-liðið aukaspyrnur á hættulegum stöðum sem lítið kom úr. Kristján Gauti Emilsson fékk flott skallafæri eftir hornspyrnu en náði ekki að koma boltanum á markið og liðsmenn Austria Vín sköpuðu sér síðan gott skallafæri á 68. mínútu. Austurríkismenn misstu mann af velli á 61. mínútu þegar Markus Suttner fékk sitt annað gula spjald eftir viðskipti við Brynjar. FH-ingar pressuðu mikið manni fleiri en tókst ekki að ná markinu mikilvæga. Austurrísku leikmennirnir töfðu leikinn við hvert tækifæri og fögnuðu síðan gríðarlega þegar lokaflautið gall. Heimir: Leikmenn geta farið stoltir frá þessum leik„Ég er gríðarlega svekktur en mér fannst við eiga góðan möguleika á að vinna þennan leik í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Við fengum tækifæri til þess að skora og koma okkur í góða stöðu og því er maður sérstaklega svekktur.“ „Mér fannst leikmenn Austria Vín ekki skapa sér næstum því eins mörg færi og í útileiknum og við náðum að mestu að loka á þeirra plön.“ „Við náðum að nýta okkur ákveðna veikleika sem er í vörninni hjá þeim, plássið milli miðju og varnar.“ „FH-liðið verður aldrei sakað um að reyna ekki eftir leikinn í dag. Við spiluðum virkilega vel í kvöld og menn geta verið stoltir eftir þennan leik.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan. Ólafur: Menn eru dofnir eftir svona úrslit„Við erum nokkuð svekktir eftir þennan leik og svolítill dofi yfir leikmannahópnum,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, eftir leikinn í kvöld. „Leikskipulag okkar gekk upp og við gerðum í raun allt rétt þegar kom að liðsuppstillingunni en ákvarðanatökur leikmanna þegar komið var fram á síðasta þriðjung vallarins voru ekki nægilega góðar.“ „Við komumst í góða stöðu og menn náðu ekki að nýta sér hana nægilega vel, ég var ekki nægilega góður persónulega í mínum ákvarðanatökum.“ „Við höfðum alltaf trú á verkefninu og vissum það alveg fyrir leikinn að við ættum möguleika, annars hefðum við bara getað verið eftir heima og horft á leikinn í sjónvarpinu.“ Hægt er að sjá myndband af blaðamannafundi Heimis og Ólafs Páls hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira