Bergþór Eggertsson á Lótusi frá Aldenghoor urðu í dag heimsmeistarar í 250 metrar skeiði á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín.
Bergþór og Lótus komu fyrstir í mark á tímanum 21,97 sekúndu. Iben Katrine Andersen frá Danmörku á Skugga frá Hávarðarkoti varð önnur á 22,17 sekúndum.
Konráð Valur Sveinsson á Þórdísi frá Lækjarbotnum hafði sigur í ungmennaflokknum á tímanum 23,89 sekúndum.
Sport