Íslenski boltinn

Fólk hlýtur að vera búið að jafna sig á að ég hafi skipt um félag

Sigmar Sigfússon skrifar
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. Mynd / Daníel Rúnarsson
Rakel Hönnudóttir skoraði gegn sínum gömlu félögum í leiknum þegar hún skoraði annað mark Blika.

„Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni ég er svo glöð,“ sagði Rakel Hönnudóttir nýkrýndur bikarmeistari eftir leikinn.

Breiðablik vann Þór/KA í úrslitaleiknum, 2-1, um Borgunarbikarinn.

„Við byrjuðum mjög vel og náðum að skapa okkur ágætis færi og skorum svo á tuttugustu mínútu sem gaf okkur aukinn kraft.  En við komum ekki nógu ákveðnar út í seinni hálfleikinn. Við réttum þó úr kútnum og erum bikarmeistarar í fótbolta“ sagði Rakel glöð á svip.

Hvernig var að sigra sína gömlu félaga?

„Það er ekkert allt of  skemmtilegt að keppa á móti þeim en það er að verða tvo ár síðan ég fór og það hafa fleiri skipt um lið en ég. Fólk hlýtur að vera búið að jafna sig á því,“

„Eftir að Þórk/KA skorar fór ég ekkert að husga um að þetta gæti runnið úr greipum okkar. Maður má ekki hugsa þannig bara halda áfram. Það var einmitt það sem við gerðum,“

„Það var mjög erfitt að sjá mitt gamla lið taka á móti Íslandsmeistaratitlinum árið eftir að ég fór. En þett var bara mín ákvörðun sem ég tók og ég tel að hún hafi verið rétt. Núna er ég sæll og kátur bikarmeistari,“

sagði Rakel að lokum en bætti við þegar hún var spurð hvað tæki við í kvöld ?

„Það tekur við matur, ég er svo þreytt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×