Breiðablik bikarmeistari árið 2013 | Myndir Sigmar Sigfússon skrifar 24. ágúst 2013 00:01 Myndir/Daníel Breiðablik varð í dag bikarmeistari í knattspyrnu kvenna eftir frábæran sigur á Þór/KA, 2-1. Það var fyrrum leikmaður Þór/KA Rakel Hönnudóttir sem tryggði Blikum sigurinn með öðrum marki Breiðabliks í síðari hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað og ljóst að spennustigið var hátt. Sendingar rötuðu illa á samherja og liðin gáfu sér fyrstu fimm mínúturnar í að hrista skrekkinn úr sér. Norðanstúlkur áttu þá ágætis spretti en náðu ekki að skapa sér nein færi að viti. Blikastúlkur fundu þá taktinn og yfirspiluðu Þór/KA næstu mínúturnar. Fyrsta markið leit dagsins ljós á 19. mínútu leiksins þegar Blikar fengu hornspyrnu. Hlín Gunnlaugsdóttir átti frábæra hornspyrnu inn á teiginn og beint á kollinn á Guðrúnu Arnarsdóttur. Guðrún stökk hærra en allar aðrar og skallaði knöttinn laglega í markið. Næstu mínútur voru svipaðar þar sem þær grænklæddu voru mun betri. Á síðustu tíu mínútum hálfleiksins sótti Þór/KA í sig veðrið og áttu þær norðlensku ágætis marktækifæri. En allt kom fyrir ekki og Blikar fóru með eins marka forystu inn í hálfleik. Norðanstúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn vel og voru ekki lengi að jafna metin þegar Katrín Ásbjörnsdóttir skallaði boltann í netið eftir frábæra sendingu úr aukaspyrnu frá Mateja Zver. Blikar létu mark Þórs/KA ekki hafa mikil áhrif á sig og náðu að komast aftur yfir tíu mínútum síðar þegar Rakel Hönnudóttir setti boltann í netið. Blikar héldu leikinn út og náðu að innbyrða bikarmeistaratitilinn eftirsótta. Tíundi bikarmeistaratitill félagsins kominn í hús. Frábær árangur og nokkuð sanngjarn sigur.Mynd / Daníel RúnarssonMyndir/DaníelMynd / Daníel Rúnarsson Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Breiðablik varð í dag bikarmeistari í knattspyrnu kvenna eftir frábæran sigur á Þór/KA, 2-1. Það var fyrrum leikmaður Þór/KA Rakel Hönnudóttir sem tryggði Blikum sigurinn með öðrum marki Breiðabliks í síðari hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað og ljóst að spennustigið var hátt. Sendingar rötuðu illa á samherja og liðin gáfu sér fyrstu fimm mínúturnar í að hrista skrekkinn úr sér. Norðanstúlkur áttu þá ágætis spretti en náðu ekki að skapa sér nein færi að viti. Blikastúlkur fundu þá taktinn og yfirspiluðu Þór/KA næstu mínúturnar. Fyrsta markið leit dagsins ljós á 19. mínútu leiksins þegar Blikar fengu hornspyrnu. Hlín Gunnlaugsdóttir átti frábæra hornspyrnu inn á teiginn og beint á kollinn á Guðrúnu Arnarsdóttur. Guðrún stökk hærra en allar aðrar og skallaði knöttinn laglega í markið. Næstu mínútur voru svipaðar þar sem þær grænklæddu voru mun betri. Á síðustu tíu mínútum hálfleiksins sótti Þór/KA í sig veðrið og áttu þær norðlensku ágætis marktækifæri. En allt kom fyrir ekki og Blikar fóru með eins marka forystu inn í hálfleik. Norðanstúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn vel og voru ekki lengi að jafna metin þegar Katrín Ásbjörnsdóttir skallaði boltann í netið eftir frábæra sendingu úr aukaspyrnu frá Mateja Zver. Blikar létu mark Þórs/KA ekki hafa mikil áhrif á sig og náðu að komast aftur yfir tíu mínútum síðar þegar Rakel Hönnudóttir setti boltann í netið. Blikar héldu leikinn út og náðu að innbyrða bikarmeistaratitilinn eftirsótta. Tíundi bikarmeistaratitill félagsins kominn í hús. Frábær árangur og nokkuð sanngjarn sigur.Mynd / Daníel RúnarssonMyndir/DaníelMynd / Daníel Rúnarsson
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira