Gagnrýnir harðlega afreksstefnu KKÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2013 21:58 Jón Arnar Ingvarsson. Mynd/Anton „Ætlar einhver í húsinu að segja mér að okkur sé alvara með að byggja upp betra landslið?" Þetta ritar Jón Arnar Ingvarsson, körfuboltaþjálfari og fyrrum leikmaður, í pistli á vefsíðunni Karfan.is í dag. Jón Arnar segir í pistli sínum ljóst að Ísland þurfi fleiri leikmenn í stærri deildum úti í heimi. „Sænska deildin er ágæt og sterkari en sú íslenska en hins vegar eru trúlega 30 deildir í Evrópu betri en sú sænska. Og við þurfum klárlega fleiri leikmenn sem eru að klifra þann stiga. Ég er náttúrulega ekki að gera lítið úr okkar leikmönnum í Svíþjóð sem eru flottir og góðir leikmenn," ritar Jón Arnar. Jón Arnar, sem síðast þjálfaði karlalið ÍR í vetur, telur gott skref að fækka erlendum leikmönnum. Næsta skref sé að lengja tímabilið og fjölga leikjum. Hann hefur hins vegar áhyggjur af afreksstefnu Körfuknattleikssambands Íslands. „Ég held að flest félögin séu að vinna ágætt starf, en hins vegar höfum við ekki haldið úti nægjanlega góðu afreksprógrami fyrir yngri landsliðin. Og því miður langt frá því. Það er algjörlega óviðunandi og mér með öllu óskiljanleg stefna," segir Jón Arnar. Leikstjórnandinn fyrrverandi bendir á að yngri landslið séu aðeins send á Norðurlandamót en ekki sterkari mót eins og aðrar þjóðir. Norðurlandamótið er upphitunarmót að sögn Jóns Arnars. „Það er eins og Njarðvík mundi ákveða að senda sín lið bara í Reykjanesmótið!" Jón Arnar bendir á að 44 þjóðir í Evrópu sendi lið í Evrópukeppni yfir sumarið. Ísland sé ein þriggja þjóða sem sendi ekki lið til þátttöku. Þar verði efnilegir leikmenn af góðri reynslu og topp leikjum. „Ætlar einhver í húsinu að segja mér að okkur sé alvara með að byggja upp betra landslið? Það getur vel verið að hægt sé að byggja upp gott úrvalsdeildarlið tímabundið með ekkert yngri flokka starf, ef allir leikmenn eru aðkeyptir og útlendingakvótinn er ótakmarkaður. En það getur enginn sagt mér að gott A-landslið verði til úr veikum grunni. Það er bara ekki hægt."Pistilinn í heild sinni má sjá hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira
„Ætlar einhver í húsinu að segja mér að okkur sé alvara með að byggja upp betra landslið?" Þetta ritar Jón Arnar Ingvarsson, körfuboltaþjálfari og fyrrum leikmaður, í pistli á vefsíðunni Karfan.is í dag. Jón Arnar segir í pistli sínum ljóst að Ísland þurfi fleiri leikmenn í stærri deildum úti í heimi. „Sænska deildin er ágæt og sterkari en sú íslenska en hins vegar eru trúlega 30 deildir í Evrópu betri en sú sænska. Og við þurfum klárlega fleiri leikmenn sem eru að klifra þann stiga. Ég er náttúrulega ekki að gera lítið úr okkar leikmönnum í Svíþjóð sem eru flottir og góðir leikmenn," ritar Jón Arnar. Jón Arnar, sem síðast þjálfaði karlalið ÍR í vetur, telur gott skref að fækka erlendum leikmönnum. Næsta skref sé að lengja tímabilið og fjölga leikjum. Hann hefur hins vegar áhyggjur af afreksstefnu Körfuknattleikssambands Íslands. „Ég held að flest félögin séu að vinna ágætt starf, en hins vegar höfum við ekki haldið úti nægjanlega góðu afreksprógrami fyrir yngri landsliðin. Og því miður langt frá því. Það er algjörlega óviðunandi og mér með öllu óskiljanleg stefna," segir Jón Arnar. Leikstjórnandinn fyrrverandi bendir á að yngri landslið séu aðeins send á Norðurlandamót en ekki sterkari mót eins og aðrar þjóðir. Norðurlandamótið er upphitunarmót að sögn Jóns Arnars. „Það er eins og Njarðvík mundi ákveða að senda sín lið bara í Reykjanesmótið!" Jón Arnar bendir á að 44 þjóðir í Evrópu sendi lið í Evrópukeppni yfir sumarið. Ísland sé ein þriggja þjóða sem sendi ekki lið til þátttöku. Þar verði efnilegir leikmenn af góðri reynslu og topp leikjum. „Ætlar einhver í húsinu að segja mér að okkur sé alvara með að byggja upp betra landslið? Það getur vel verið að hægt sé að byggja upp gott úrvalsdeildarlið tímabundið með ekkert yngri flokka starf, ef allir leikmenn eru aðkeyptir og útlendingakvótinn er ótakmarkaður. En það getur enginn sagt mér að gott A-landslið verði til úr veikum grunni. Það er bara ekki hægt."Pistilinn í heild sinni má sjá hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Fleiri fréttir Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Sjá meira