NFL-deildin er farin í fullan gang. Fyrsti leikur var spilaður á fimmtudag og fjöldi leikja fór síðan fram í gær. Ekki var mikið um óvænt úrslit í 1. umferð en mikið fjör var í flestum leikjum. Liðin sem spáð er hvað bestum árangri misstigu sig ekki.
Seattle sýndi ekki sínar bestu hliðar en vann þó nauman sigur. San Francisco vann uppgjörið gegn Green Bay þar sem leikstjórnandi San Francisco, Colin Kaepernick, kastaði yfir 400 jarda.
Rimma New Orleans og Atlanta var áhugaverð. Atlanta spáð betra gengi í vetur en New Orleans með hörkulið og búið að endurheimta þjálfara sinn úr leikbanni. New Orleans sýndi og sannaði í leiknum að það hefur alla burði til þess að fara langt.
Fyrstu umferðinni lýkur svo í nótt með tveimur leikjum. Washington fær þá Philadelphia í heimsókn og Houston sækir San Diego heim.
Úrslit 1. umferðar:
Denver - Baltimore 49-27
Buffalo - New England 21-23
Carolina - Seattle 7-12
Chicago - Cincinnati 24-21
Cleveland - Miami 10-23
Detroit - Minnesota 34-24
Indianapolis - Oakland 21-17
Jacksonville - Kansas City 2-28
New Orleans - Atlanta 23-17
NY Jets - Tampa Bay 18-17
Pittsburgh - Tennessee 9-16
San Francisco - Green Bay 34-28
St. Louis - Arizona 27-24
Dallas - NY Giants 36-31
