Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2013 12:15 Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. Mynd/Daníel Tveir leikur fóru fram á opna norðlenska mótinu í handbolta karla í gær en mótið fer fram á Akureyri. Heimamenn í Akureyri og Valsmenn unnu leiki sína í gærkvöldi. Akureyri vann 24-22 sigur á Íslandsmeisturum Fram efrir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik og náð mest sex marka forystu í seinni hálfleik. Fram klóraði í bakkann undir lokin með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið í leiknum og Kristján Orri Jóhannsson var með sex mörk. Valsmenn unnu Stjörnuna 31-26 í seinni leik kvöldsins eftir að hafa verið 17-11 yfir í hálfleik. Einar Hólmgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuliðið en hann raðaði inn mörkum í seinni hálfleiknum og hjálpaði að koma muninum niður í þrjú mörk. Valsmenn voru hinsvegar sterkari í lokin. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Val og Atli Már Báruson var með fimm mörk. Hlynur Morthens varði 5 skot í marki Vals áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá handboltafélagi Akureyrar.Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Opna Norðlenska mótið hófst með tveimur leikjum í gær, föstudag. í fyrri leiknum mættust Akureyri og Fram, Akureyri byrjaði betur og náði þriggja marka forystu, 6-3 en þá svaraði Framliðið með fimm mörkum í röð. Fram hélt frumkvæðinu í leiknum nema hvað Akureyri skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddi 15-14 í hálfleik. Akureyrarliðið tók síðan öll völd í seinni hálfleik, skoraði fimm fyrstu mörkin og héslt sex marka munur lengst af en Fram klóraði í bakkann undir lokin með fjórum síðustu mörkum leiksins sem endaði með tveggja marka sigri Akureyrar 24-22.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7 (2 úr vítum), Kristján Orri Jóhannsson 6, Andri Snær Stefánsson 4, Vladimir Zejak 3, Þrándur Gíslason 2, Sigþór Heimisson og Valþór Guðrúnarson 1 mark hvor. Í markinu varði Jovan Kukobat 17 skot, þar á meðal 2 vítaköst. Tomas Olafson kom inn á og spreytti sig á tveim vítaköstum og varði annað þeirra með tilþrifum.Mörk Fram: Leikmaður nr. 17 með 5 mörk, nr.21 með 4. mörk, Sveinn Þorgeirsson 3, Garðar Benedikt Sigurjónsson 3 (3 úr vítum), Sigfús Páll Sigfússon 2, leikmaður nr. 10 með 2 mörk, nr. 6 með 2 mörk og nr. 27 með 1 mark. Markverðir Fram vörðu samtals 12 skot.Í seinni leiknum mættust Stjarnan og Valur. Mikið jafnræði var með liðunum lengi framan af og jafnt í stöðunni 9-9. Þá tóku Valsarar mikinn kipp og skoruðu sex mörk í röð og höfðu örugga forystu í hálfleik, 11-17. Munurinn jókst í upphafi seinni hálfleiks og varð mestur átta mörk, 13-21. Stjörnumenn voru ekki af baki dottnir, Einar Hólmgeirsson tók til sinna ráða og raðaði inn mörkum og skyndilega var forskot Valsmanna komið niður í þrjú mörk, 24-27. Valsmenn sigldu þó þægilegum fimm marka sigri í höfn en lokatölur urðu 26-31 fyrir Val.Mörk Stjörnunnar: Einar Hólmgeirsson 7, Ari M. Þorkelsson 4 (2 úr vítum), Starri Friðriksson 4 (1 víti), Egill Magnússon 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Sverrir Eyjólfsson 1 og Finnur Jónsson 1. Í markinu var Sigurður Ólafsson sterkur með 13 skot varin, 1 vítakast.Mörk Vals: Þorgrímur Smári Ólafsson 6, Atli Már Báruson 5, Orri Freyr Gíslason 3, Sveinn Aron Sveinsson 3 (1 víti), Elvar Friðriksson 3, (1 víti), Vignir Stefánsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Bjartur Guðmundsson 2, Geir Guðmundsson 1 og Ásbjörn Stefánsson 1 mark. Hlynur Morthens varði 5 skot áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot.Mótið lýkur á laugardaginn með eftirfarandi leikjum: Kl. 10:00 Stjarnan – Akureyri Kl. 11:30 Valur – Fram Kl. 13:30 Fram - Stjarnan Kl. 15:00 Akureyri – Valur Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Tveir leikur fóru fram á opna norðlenska mótinu í handbolta karla í gær en mótið fer fram á Akureyri. Heimamenn í Akureyri og Valsmenn unnu leiki sína í gærkvöldi. Akureyri vann 24-22 sigur á Íslandsmeisturum Fram efrir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik og náð mest sex marka forystu í seinni hálfleik. Fram klóraði í bakkann undir lokin með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið í leiknum og Kristján Orri Jóhannsson var með sex mörk. Valsmenn unnu Stjörnuna 31-26 í seinni leik kvöldsins eftir að hafa verið 17-11 yfir í hálfleik. Einar Hólmgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuliðið en hann raðaði inn mörkum í seinni hálfleiknum og hjálpaði að koma muninum niður í þrjú mörk. Valsmenn voru hinsvegar sterkari í lokin. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Val og Atli Már Báruson var með fimm mörk. Hlynur Morthens varði 5 skot í marki Vals áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá handboltafélagi Akureyrar.Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Opna Norðlenska mótið hófst með tveimur leikjum í gær, föstudag. í fyrri leiknum mættust Akureyri og Fram, Akureyri byrjaði betur og náði þriggja marka forystu, 6-3 en þá svaraði Framliðið með fimm mörkum í röð. Fram hélt frumkvæðinu í leiknum nema hvað Akureyri skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddi 15-14 í hálfleik. Akureyrarliðið tók síðan öll völd í seinni hálfleik, skoraði fimm fyrstu mörkin og héslt sex marka munur lengst af en Fram klóraði í bakkann undir lokin með fjórum síðustu mörkum leiksins sem endaði með tveggja marka sigri Akureyrar 24-22.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7 (2 úr vítum), Kristján Orri Jóhannsson 6, Andri Snær Stefánsson 4, Vladimir Zejak 3, Þrándur Gíslason 2, Sigþór Heimisson og Valþór Guðrúnarson 1 mark hvor. Í markinu varði Jovan Kukobat 17 skot, þar á meðal 2 vítaköst. Tomas Olafson kom inn á og spreytti sig á tveim vítaköstum og varði annað þeirra með tilþrifum.Mörk Fram: Leikmaður nr. 17 með 5 mörk, nr.21 með 4. mörk, Sveinn Þorgeirsson 3, Garðar Benedikt Sigurjónsson 3 (3 úr vítum), Sigfús Páll Sigfússon 2, leikmaður nr. 10 með 2 mörk, nr. 6 með 2 mörk og nr. 27 með 1 mark. Markverðir Fram vörðu samtals 12 skot.Í seinni leiknum mættust Stjarnan og Valur. Mikið jafnræði var með liðunum lengi framan af og jafnt í stöðunni 9-9. Þá tóku Valsarar mikinn kipp og skoruðu sex mörk í röð og höfðu örugga forystu í hálfleik, 11-17. Munurinn jókst í upphafi seinni hálfleiks og varð mestur átta mörk, 13-21. Stjörnumenn voru ekki af baki dottnir, Einar Hólmgeirsson tók til sinna ráða og raðaði inn mörkum og skyndilega var forskot Valsmanna komið niður í þrjú mörk, 24-27. Valsmenn sigldu þó þægilegum fimm marka sigri í höfn en lokatölur urðu 26-31 fyrir Val.Mörk Stjörnunnar: Einar Hólmgeirsson 7, Ari M. Þorkelsson 4 (2 úr vítum), Starri Friðriksson 4 (1 víti), Egill Magnússon 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Sverrir Eyjólfsson 1 og Finnur Jónsson 1. Í markinu var Sigurður Ólafsson sterkur með 13 skot varin, 1 vítakast.Mörk Vals: Þorgrímur Smári Ólafsson 6, Atli Már Báruson 5, Orri Freyr Gíslason 3, Sveinn Aron Sveinsson 3 (1 víti), Elvar Friðriksson 3, (1 víti), Vignir Stefánsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Bjartur Guðmundsson 2, Geir Guðmundsson 1 og Ásbjörn Stefánsson 1 mark. Hlynur Morthens varði 5 skot áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot.Mótið lýkur á laugardaginn með eftirfarandi leikjum: Kl. 10:00 Stjarnan – Akureyri Kl. 11:30 Valur – Fram Kl. 13:30 Fram - Stjarnan Kl. 15:00 Akureyri – Valur
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira