Alonso blæs á sögusagnir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2013 11:15 Alonso í sólinni á Ítalíu. Nordicphotos/Getty Fernando Alonso, ökumaður hjá Ferrari í Formúlu 1, segir ekkert hæft í sögusögnum þess efnis að hann ætli að söðla um eða taka sér frí frá íþróttinni. „Ég á enn þrjú og hálft ár eftir af samningi mínum við Ferrari sem ég ætla að standa við og vonandi framlengja. Ég vil ljúka ferli mínum hjá besta liði í heimi sem er Ferrari,“ sagði Alonso við blaðamenn. Formúlu 1 kappaksturinn fer fram á Monza á Ítalíu um helgina. Spánverjinn, sem varð tvívegis heimsmeistari ökuþóra undir merkjum Renault, er í öðru sæti í stigakeppninni í ár. Þrefaldur meistari Sebastian Vettel hefur 46 stiga forskot á Alonso. Ákvörðun Mark Webber að hætta í Formúlu 1 að loknu tímabilinu virðist hafa hrint af stað orðrómum innan íþróttarinnar samkvæmt Reuters. Náði orðrómurinn hámarki þegar sást til umboðsmanns Alonso ræða við Christian Horner, yfirmann hjá Red Bull, í Ungverjalandi í júlí. Umræðuefnið á þó að hafa verið annað en Alonso. Tímatökur fyrir kappaksturinn á Ítalía verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 12. Kappaksturinn sjálfur hefst klukkan 12 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni og opinni dagskrá. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður hjá Ferrari í Formúlu 1, segir ekkert hæft í sögusögnum þess efnis að hann ætli að söðla um eða taka sér frí frá íþróttinni. „Ég á enn þrjú og hálft ár eftir af samningi mínum við Ferrari sem ég ætla að standa við og vonandi framlengja. Ég vil ljúka ferli mínum hjá besta liði í heimi sem er Ferrari,“ sagði Alonso við blaðamenn. Formúlu 1 kappaksturinn fer fram á Monza á Ítalíu um helgina. Spánverjinn, sem varð tvívegis heimsmeistari ökuþóra undir merkjum Renault, er í öðru sæti í stigakeppninni í ár. Þrefaldur meistari Sebastian Vettel hefur 46 stiga forskot á Alonso. Ákvörðun Mark Webber að hætta í Formúlu 1 að loknu tímabilinu virðist hafa hrint af stað orðrómum innan íþróttarinnar samkvæmt Reuters. Náði orðrómurinn hámarki þegar sást til umboðsmanns Alonso ræða við Christian Horner, yfirmann hjá Red Bull, í Ungverjalandi í júlí. Umræðuefnið á þó að hafa verið annað en Alonso. Tímatökur fyrir kappaksturinn á Ítalía verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun, laugardag, klukkan 12. Kappaksturinn sjálfur hefst klukkan 12 á sunnudaginn og verður að sjálfsögðu í beinni og opinni dagskrá.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira