Viðskipti erlent

Google nefnir nýjasta stýrikerfið eftir KitKat

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Nýja Android stýrikerfið verður notað í milljónum snjallsíma og spjaldtölva á næstu misserum.
Nýja Android stýrikerfið verður notað í milljónum snjallsíma og spjaldtölva á næstu misserum.
Næsta útgáfa Android mun bera nafnið KitKat eftir súkkulaðinu fræga frá Néstle. Google tilkynnti um þetta á þrijudaginn var. Þetta kemur fram á The Verge.

Það mun vera í fyrsta skipti sem stýrikerfi fær nafn eftir þekktu vörumerki. Hingað til hafa Android-stýrikerfin verið nefnd eftir ýmsum sætindum, á borð við Jelly Bean og Ice Cream Sandwich.

Google hafði samband við Néstle seint í nóvember á síðasta ári og bar hugmyndina fyrir Néstle. Aðstoðarforstjóri markaðsdeildar Néstle segir að tæpum klukkutíma síðar hafi fyrirtækið verið búið að ákveða að slá til.

Lokasamkomulag um þetta varð á milli fyrirtækjanna á símaráðstefnu í Barcelona í febrúar á þessu ári. Samkvæmt samkomulaginu fara ekki fram nein skipti á peningum milli fyrirtækjanna. Hugmyndin er að á 50 milljónum KitKat súkkulaðistykkja í 19 löndum verði Android merkið á pakkningunum og kaupendur eigi möguleika á að vinna Nexus 7 spjaldtölvu og Google Play gjafakort.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×