Man eftir sigrinum á Nadal þegar hann var þrettán ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 17:00 Mynd/Samsett Frakkinn Richard Gasquet mætir Rafael Nadal í undanúrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á morgun. Gasquet hefur aðeins einu sinni lagt Nadal að velli. Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitum með 6-3, 6-3, 2-4, 2-6 og 6-3 sigri á David Ferrer í leik sem stóð yfir í á fjórðu klukkustund. Að leik loknum var ljóst að mótherji Gasquet í undanúrslitum yrði Rafael Nadal eða Tommy Robredo. Gasquet var viss um að Nadal yrði mótherji sinn. „Ég hef séð myndbandið á Youtube,“ sagði Gasquet á blaðamannafundi eftir leikinn. Spurðu blaðamenn Frakkann út í viðureign hans við Nadal frá því kapparnir voru nýskriðnir á táningsaldurinn. Brot úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan. „Þetta var leikur í Tarbes, einu stærsta unglingamóti 14 ára og yngri. Það er gaman að vinna sem unglingur en enn betra sem atvinnumaður,“ sagði Frakkinn. Nadal verður mótherji hans í undanúrslitum eftir að hafa slátrað Robredo í átta manna úrslitum. Sá síðarnefndi gerði sér lítið fyrir og lagði Roger Federer í sextán manna úrslitum mótsins. „Ég þekkti Nadal ekki þegar ég var þrettán ára og spilaði við hann,“ sagði Gasquet um myndbandið. Hann minnist þess að Spánverjinn hafi verið afar baráttuglaður og það hafi hann tjáð föður sínum eftir sigur í einu settanna. „Það reyndist satt. Hann varð að einum fremsta leikmanni í heimi.“ Gasquet hefur ekki komist í undanúrslit á risamóti síðan á Wimbledon árið 2007. Þá féll hann úr keppni gegn Roger Federer. Hætt er við því að Gasquet verði þreyttur í viðureign sinni gegn Nadal. Tveir síðustu sigrar hans hafa unnist eftir langa fimm setta leiki. Tennis Tengdar fréttir Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45 Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30 Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00 Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sjá meira
Frakkinn Richard Gasquet mætir Rafael Nadal í undanúrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á morgun. Gasquet hefur aðeins einu sinni lagt Nadal að velli. Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitum með 6-3, 6-3, 2-4, 2-6 og 6-3 sigri á David Ferrer í leik sem stóð yfir í á fjórðu klukkustund. Að leik loknum var ljóst að mótherji Gasquet í undanúrslitum yrði Rafael Nadal eða Tommy Robredo. Gasquet var viss um að Nadal yrði mótherji sinn. „Ég hef séð myndbandið á Youtube,“ sagði Gasquet á blaðamannafundi eftir leikinn. Spurðu blaðamenn Frakkann út í viðureign hans við Nadal frá því kapparnir voru nýskriðnir á táningsaldurinn. Brot úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan. „Þetta var leikur í Tarbes, einu stærsta unglingamóti 14 ára og yngri. Það er gaman að vinna sem unglingur en enn betra sem atvinnumaður,“ sagði Frakkinn. Nadal verður mótherji hans í undanúrslitum eftir að hafa slátrað Robredo í átta manna úrslitum. Sá síðarnefndi gerði sér lítið fyrir og lagði Roger Federer í sextán manna úrslitum mótsins. „Ég þekkti Nadal ekki þegar ég var þrettán ára og spilaði við hann,“ sagði Gasquet um myndbandið. Hann minnist þess að Spánverjinn hafi verið afar baráttuglaður og það hafi hann tjáð föður sínum eftir sigur í einu settanna. „Það reyndist satt. Hann varð að einum fremsta leikmanni í heimi.“ Gasquet hefur ekki komist í undanúrslit á risamóti síðan á Wimbledon árið 2007. Þá féll hann úr keppni gegn Roger Federer. Hætt er við því að Gasquet verði þreyttur í viðureign sinni gegn Nadal. Tveir síðustu sigrar hans hafa unnist eftir langa fimm setta leiki.
Tennis Tengdar fréttir Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45 Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30 Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00 Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sjá meira
Ballið búið hjá Venus Venus Williams er úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir tap gegn Zheng Jie frá Kína í þremur settum. 29. ágúst 2013 09:45
Li Na og Serena fyrstar í undanúrslitin Li Na frá Kína og Serena Williams frá Bandaríkjunum voru fyrstar til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis nótt. Átta manna úrslitin eru klár hjá körlunum en Andy Murray frá Bretlandi og Novak Djokovic frá Serbíu voru síðasti inn. 4. september 2013 08:30
Federer óvænt úr leik á opna bandaríska Svisslendingurinn Roger Federer vinnur ekki opna bandaríska meistaramótið í tennis í sjötta sinn í ár því hann er úr leik eftir óvænt tap á móti Spánverjanum Tommy Robredo í nótt. Tommy Robredo var í 19. sæti á styrkleikalista mótsins en Federer var sjöundi. 3. september 2013 08:00
Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. 29. ágúst 2013 08:45